Fram eða Breiðablik í úrslitaleikinn?

Fram og Breiðablik mætast í dag.
Fram og Breiðablik mætast í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Það ræðst í dag hvort það verður Fram eða Breiðablik sem mæt­ir Stjörn­unni í úr­slita­leik bik­ar­keppni karla í fót­bolta, Borg­un­ar­bik­arn­um, laug­ar­dag­inn 17. ág­úst, en fé­lög­in mæt­ast í undanúr­slit­um keppn­inn­ar á Laug­ar­dals­vell­in­um í dag klukk­an 16.

Stjarn­an vann bikar­meist­ara tveggja síðustu ára, KR-inga, eft­ir fram­leng­ingu, 2:1, í hinum undanúr­slita­leikn­um í Garðabæn­um á fimmtu­dags­kvöldið.

Fram­ar­ar hafa sjö sinn­um orðið bikar­meist­ar­ar, síðast árið 1989, en Breiðablik vann bik­ar­inn í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 2009. Þá unnu Blikar ein­mitt sig­ur á Fram í víta­spyrnu­keppni á Laug­ar­dals­vell­in­um eft­ir að liðin skildu jöfn, 2:2, í úr­slita­leikn­um.

Lið Breiðabliks kem­ur nán­ast beint úr löngu ferðalagi frá Kasakst­an þar sem það tapaði, 1:0, fyr­ir Aktobe í fyrri leik liðanna í 3. um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar UEFA á fimmtu­dag­inn. Fram­ar­ar hafa hins­veg­ar átt viku­frí, eða síðan þeir töpuðu 3:0 fyr­ir Fylki í Pepsi-deild­inni síðasta sunnu­dag.

Fram og Breiðablik hafa mæst einu sinni áður á Laug­ar­dals­vell­in­um í sum­ar en liðin skildu jöfn þar í Pepsi-deild­inni, 1:1, þann 30. júní. Jor­d­an Halsm­an kom Frömur­um yfir en Ol­geir Sig­ur­geirs­son jafnaði fyr­ir Blika sex mín­út­um fyr­ir leiks­lok.

Breiðablik er í 4. sæti deild­ar­inn­ar, ell­efu stig­um á und­an Frömur­um sem eru í 7. sæt­inu.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert