Fram bikarmeistari (myndasyrpa)

Fram varð bikarmeistari karla í knattspyrnu, Borgunarbikarmeistari,  2013 í gær eftir að hafa lagt Stjörnuna í framlengdum úrslitaleikleik og vítaspyrnukeppni, 6:4.

Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár sem Framarar verða bikarmeistarar en þeir hafa nú unnið keppnina átta sinnum. Þá er þetta fyrsti stóri titill félagsins í 23 ár, eða síðan Fram varð Íslandsmeistari árið 1990. Stjörnumönnum mistókst að landa sínum fyrsta stóra titli og þeir máttu sætta sig við að tapa úrslitaleik bikarkeppninnar annað árið í röð.

Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, var á Laugardalsvelli í gær og tók meðfylgjandi myndir að leikmönnum og stuðningsmönnum liðanna í gleði og sorg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert