Hafþór Ægir kom ÍA til bjargar

Páll Gísli Jónsson og félagar í ÍA náðu jafntefli gegn …
Páll Gísli Jónsson og félagar í ÍA náðu jafntefli gegn Blikum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hafþór Ægir Vil­hjálms­son tryggði ÍA kær­komið jafn­tefli, 2:2, gegn Breiðabliki í kvöld í leik úr 14. um­ferð Pepsi­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu. Hafþór hafði verið inná vell­in­um í fjór­ar mín­út­ur þegar hann skoraði rétt fyr­ir leiks­lok en Blikar voru 2:0 yfir þegar 20 mín­út­ur voru eft­ir.

Staðan var marka­laus í leik­hléi eft­ir nokkuð jafn­an fyrri hálfleik en strax í upp­hafi þess seinni skoraði Ell­ert Hreins­son fyr­ir Blika. Hann hafði komið inná fyr­ir Gísla Pál Helga­son í upp­hafi seinni hálfleiks og átti all­an heiður­inn að mark­inu því hann lék auðveld­lega í gegn­um sof­andi vörn ÍA og skoraði.

Árni Vil­hjálms­son bætti við öðru marki Blika þegar hann fylgdi eft­ir góðum skalla Sverr­is Inga Inga­son­ar eft­ir horn­spyrnu Krist­ins Jóns­son­ar og gest­irn­ir því í góðum mál­um. Skaga­menn minnkuðu hins veg­ar mun­inn á 76. mín­útu með marki eft­ir horn­spyrnu sem skrá­ist lík­lega á Eggert Kára Karls­son. Hafþór jafnaði svo met­in á ög­ur­stundu.

ÍA er því nú með 8 stig á botni deild­ar­inn­ar en er enn nokkuð frá ör­uggu sæti. Blikar eru jafn­ir Stjörn­unni í 3.-4. sæti en Stjarn­an mæt­ir Fram síðar í kvöld.

Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Páll Gísli Jóns­son. Vörn: Ein­ar Logi Ein­ars­son, Thom­as Sör­en­sen, Kári Ársæls­son, Héctor Pena. Miðja: Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, Joakim Wrele, Jón Vil­helm Ákason, Hall­ur Flosa­son. Sókn: Eggert Kári Karls­son, Ármann Smári Björns­son.
Vara­menn: Árni Snær Ólafs­son (m), Maksims Rafalskis, Andri Adolps­son, Dean Mart­in, Al­ex­and­er Már Þor­láks­son, Hafþór Ægir Vil­hjálms­son, Al­bert Haf­steins­son.

Lið Breiðabliks: (4-4-2) Mark: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son. Vörn: Gísli Páll Helga­son, Sverr­ir Ingi Inga­son, Renee Troost, Krist­inn Jóns­son. Miðja: Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Guðjón Pét­ur Lýðsson, Tóm­as Óli Garðars­son, Andri Rafn Yeom­an. Sókn: Nichlas Rohde, Árni Vil­hjálms­son.
Vara­menn: Arn­ór Bjarki Haf­steins­son (m), Elf­ar Freyr Helga­son, Þórður Stein­ar Hreiðars­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Viggó Kristjáns­son, Jök­ull I. Elísa­bet­ar­son, Ell­ert Hreins­son.

ÍA 2:2 Breiðablik opna loka
skorar Eggert Kári Karlsson (76. mín.)
skorar Hafþór Ægir Vilhjálmsson (88. mín.)
Mörk
skorar Ellert Hreinsson (47. mín.)
skorar Árni Vilhjálmsson (65. mín.)
fær gult spjald Eggert Kári Karlsson (45. mín.)
fær gult spjald Jóhannes Karl Guðjónsson (50. mín.)
fær gult spjald Einar Logi Einarsson (71. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ellert Hreinsson (55. mín.)
fær gult spjald Þórður Steinar Hreiðarsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Skagamenn fagna þessu stigi en Blikar ganga hnípnir af velli.
90 Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot úti við hliðarlínu nærri hornfána.
90
Elfar Freyr náði ekki að skalla boltann í fínu færi eftir hornspyrnu Kristins.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
Stórhætta á ferð í teig ÍA. Þórður Steinar með boltann hægra megin og var nálægt því að fá víti en Skagamenn björguðu svo í horn.
90 Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) á skot framhjá
Skot úr aukaspyrnu með vindinum af löngu færi en ekki hætta á ferð.
88 MARK! Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA) skorar
Staðan er 2:2. Frábær innkoma! Hafþór Ægir var varla búinn að snerta boltann eftir að hafa komið inná en er búinn að jafna metin. Andri var í baráttu við Gunnleif um að ná hárri sendingu fram í teig Blika en boltinn fór til hliðar á Hafþór Ægi sem skoraði vinstra megin úr markteignum úr nokkuð þröngu færi.
87 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkuskot frá vítateigslínu en Páll Gísli varði og hélt boltanum.
86
Fín hornspyrna frá Andra en Gunnleifur náði að kýla boltann frá.
86 ÍA fær hornspyrnu
Skagamenn ætla sér að ná í stig.
84 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (ÍA) kemur inn á
84 Eggert Kári Karlsson (ÍA) fer af velli
81
Elfar Freyr að leika sér að eldinum þarna. Hann hélt greinilega utan um Ármann Smára þegar innkast kom inn í teiginn en ekkert var dæmt.
79
Blikar eru nú með þrjá miðverði inná vellinum, og Þórður Steinar og Kristinn eru áfram í bakvarðastöðunum.
78 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) kemur inn á
78 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fer af velli
Meiddist og er úr leik.
76 MARK! Eggert Kári Karlsson (ÍA) skorar
Staðan er 1:2. Skagamenn hafa minnkað muninn og enn korter eftir! Það var líka erfitt að segja til um hver skoraði þetta mark en Eggert Kári átti skalla að marki sem Gunnleifur náði ekki að halda en boltinn skoppaði fram og til baka af marklínunni og spurning hvenær hann fór yfir línuna. Aðstoðardómarinn missti flaggið sitt svo maður veit ekki hvenær hann sá boltann inni.
75 ÍA fær hornspyrnu
Það er jafnframt verið að bera Guðjón Pétur af velli vegna meiðsla.
75
Troost lá á vellinum í smástund og hélt um höfuðið eftir að Jói Kalli skaut í hann. Þetta vakti upp lítt huggulegar minningar frá mánudagskvöldinu þegar Elfar Árni meiddist.
72 Andri Adolphsson (ÍA) kemur inn á
72 Dean E. Martin (ÍA) kemur inn á
72 Hallur Flosason (ÍA) fer af velli
72 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) fer af velli
71 Einar Logi Einarsson (ÍA) fær gult spjald
Fyrir brot úti við hliðarlínu.
67 Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) fer af velli
65 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
Staðan er 0:2. Eftir hornspyrnu Kristins átti Sverrir Ingi hörkuskalla sem fór hugsanlega inn fyrir línuna. Skagamenn skölluðu boltann út við línuna en boltinn fór til Árna sem skoraði.
65 Breiðablik fær hornspyrnu
Árni reyndi að fara framhjá Sörensen við vítateiginn en sá síðarnefndi kom boltanum í horn.
64
Hallur átti stórhættulega fyrirgjöf fyrir mark Blika þar sem Eggert Kári var hársbreidd frá því að renna sér í boltann. Stórhætta á ferð.
55 Ellert Hreinsson (Breiðablik) fær gult spjald
Wrele var með boltann á leið í skyndisókn þegar Ellert braut á honum. Nokkuð skynsamlegt brot, ef svo má segja.
54 Breiðablik fær hornspyrnu
Kristinn með spyrnu frá vinstri að marki en heimamenn björguðu í horn.
53 Eggert Kári Karlsson (ÍA) á skalla sem fer framhjá
Dauðafæri! Ármann Smári skallaði boltann aftur fyrir sig eftir innkast og beint á Eggert Kára sem skallaði rétt framhjá úr dauðafæri.
50 Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) fær gult spjald
Fyrir brot við miðlínuna.
49 Kári Ársælsson (ÍA) á skot framhjá
Þrumuskot en vel yfir markið.
48 ÍA fær hornspyrnu
47 MARK! Ellert Hreinsson (Breiðablik) skorar
Staðan er 0:1. Frábær innkoma! Ellert var búinn að vera inná í eina og hálfa mínútu þegar hann skoraði upp á sitt einsdæmi. Það var reyndar stórfurðulegt að sjá varnarleik heimamanna. Menn stóðu bara og horfðu á Ellert þræða sig í gegnum miðja vörnina og skora í vinstra hornið.
46 Ellert Hreinsson (Breiðablik) kemur inn á
Tómas Óli tekur stöðu hægri bakvarðar í stað Gísla Páls sem var að leika sinn fyrsta leik í sumar en hann hefur verið frá keppni vegna meiðsla.
46 Gísli Páll Helgason (Breiðablik) fer af velli
46 Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. Blikar gera eina breytingu á sínu liði.
45 Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Blikar voru hættulegri undir lok fyrri hálfleiksins en Skagamenn ógnuðu meira í byrjun leiks og vildu fá vítaspyrnu á 12. mínútu en Valdimar Pálsson, sem komist hefur vel frá sínu í fyrsta leik í efstu deild karla, dæmdi ekkert.
45 Eggert Kári Karlsson (ÍA) fær gult spjald
Fyrir að negla boltanum í jörðina eftir að búið var að dæma.
43 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot framhjá
Hörkuskot utan teigs sem fór rétt framhjá markinu. Páll Gísli fór svo og sótti boltann í stað þess að fá annan frá boltastrákunum, og fékk skömm í hattinn frá Valdimari.
40 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot sem er varið
Tómas Óli átti góða stungusendingu í gegnum vörn Blika á Rohde sem var í dauðafæri en Páll Gísli kom vel út og varði skot Danans. Stórhætta á ferð.
39 Hallur Flosason (ÍA) á skot framhjá
Hallur fékk boltann eftir langt innkast og átti fyrst skot í varnarmann og svo skot yfir, úr þröngu færi hægra megin úr teignum.
38
Fín hornspyrna frá Jóni Vilhelm og Ármann Smári var nálægt því að koma skoti á markið af markteigslínunni.
37 ÍA fær hornspyrnu
Wrele og Pena með gott samspil á vinstri kantinum en fyrirgjöf Wrele fór svo af varnarmanni aftur fyrir.
34 Hallur Flosason (ÍA) á skalla sem er varinn
Hætta á ferð. Ármann Smári náði fyrirgjöf frá endamörkunum vinstra megin og fór boltinn í háum boga inn í teig þar sem Hallur átti skalla af nokkuð stuttu færi en Gunnleifur gerði vel í að verja. Hann hélt þar að auki boltanum svo Eggert Kári náði ekki frákastinu.
26 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Guðjón Pétur sendi boltann úr horninu út fyrir teiginn og Kristinn átti viðstöðulaust skot rétt yfir markið.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
25 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Guðjón Pétur nýtti vindinn vel og þrumaði að marki en Páll Gísli gerði vel í að slá boltann í horn.
23
Hornspyrna Kristins fór beint aftur fyrir endamörk. Vindurinn að hafa sín áhrif.
23 Breiðablik fær hornspyrnu
Kristinn með ágæta aukaspyrnu utan af kanti en Jóhannes Karl skallaði í horn.
20
Skagamönnum gengur ágætlega í þessum leik og ekki að sjá að 20 stigum muni á liðunum. Jón Vilhelm átti rétt í þessu fyrirgjöf á Eggert Kára sem reyndi að taka boltann niður í teignum, eða spyrna með hælnum að marki, en það gekk ekki upp.
14 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Það má hæglega flokka þessa aukaspyrnu sem skot þó þetta hafi átt að vera sending. Guðjón Pétur skrúfaði boltann frá vinstri að hægri stönginni þar sem fjöldi leikmanna kom á ferðinni en Páll Gísli náði til boltans og handsamaði hann.
12
Víti? Boltinn hrökk til Kára Ársælssonar vinstra megin í teig Blika, hann lék framhjá Sverri Inga og féll við en Valdimar dæmdi ekkert. Kári vildi fá vítaspyrnu en það sást illa hvort brotið var á honum.
7 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot framhjá
Árni vann boltann af Jóhannesi Karli á fínum stað, rétt innan vallarhelmings ÍA, en tók svo skotið af frekar löngu færi og það var hættulítið.
3 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) á skot sem er varið
Hörkuskot úr aukaspyrnu nokkuð utan teigs sem Gunnleifur átti í vandræðum með og missti boltann frá sér. Joakim Wrele náði frákastinu en skaut einhvern veginn yfir úr dauðafæri. Wrele var reyndar hvort sem er rangstæður.
1 Leikur hafinn
Valdimar Pálsson flautar til leiks í sínum fyrsta leik sem dómari í Pepsideildinni. Skagamenn byrja með boltann og sækja gegn vindi.
0
Blikar hafa ekki tapað í deildinni síðan 21. maí. Það er ansi harkaleg staðreynd fyrir Skagamenn sem þurfa sárlega á sigri að halda.
0
Það er þónokkur vindur hérna á Skaganum en hann ætti þó ekkert að koma í veg fyrir að liðin spili góðan fótbolta.
0
Tvær breytingar eru á liði Blika frá liðinu sem átti að spila leikinn gegn KR á mánudaginn. Leikurinn var flautaður af eftir fjórar mínútur eins og allir ættu að vita. Elfar Árni Aðalsteinsson er auðvitað ekki með vegna höfuðmeiðslanna og Þórður Steinar Hreiðarsson er á bekknum. Gísli Páll Helgason og Nichlas Rohde koma inn.
0
Tvær breytingar eru á byrjunarliði Skagamanna frá 6:2-tapinu gegn FH. Jorge Garcia og Garðar Gunnlaugsson eru ekki í hópnum í kvöld en Jón Vilhelm Ákason og Eggert Kári Karlsson koma inn í þeirra stað.
0
Arnar Már Guðjónsson getur ekki leikið með ÍA í kvöld vegna rauða spjaldsins gegn FH í síðasta leik.
0
Breiðablik vann fyrri leikinn sem fram fór á Kópavogsvelli, 4:1. ÍA komst í 1:0 í fyrri hálfleik en Blikarnir tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur mörk á síðustu 10 mínútum leiksins.
0
Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig en sem kunnugt er var leikur þeirra á móti KR um síðustu helgi flautaður af eftir fjögurra mínútna leik vegna meiðsla Elfars Árna Aðalsteinssonar.
0
Skagamenn sitja einir og yfirgefnir á botni deildarinnar með 7 stig.
Sjá meira
Sjá allt

ÍA: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 9 (6) - ÍA 8 (4)
Horn: Breiðablik 5 - ÍA 4.

Lýsandi:
Völlur: Norðurálsvöllurinn

Leikur hefst
22. ágú. 2013 18:00

Aðstæður:
Þónokkur vindur og skýjað. Völlurinn fínn.

Dómari: Valdimar Pálsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Haukur Erlingsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert