Hafþór Ægir Vilhjálmsson tryggði ÍA kærkomið jafntefli, 2:2, gegn Breiðabliki í kvöld í leik úr 14. umferð Pepsideildarinnar í knattspyrnu. Hafþór hafði verið inná vellinum í fjórar mínútur þegar hann skoraði rétt fyrir leikslok en Blikar voru 2:0 yfir þegar 20 mínútur voru eftir.
Staðan var markalaus í leikhléi eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik en strax í upphafi þess seinni skoraði Ellert Hreinsson fyrir Blika. Hann hafði komið inná fyrir Gísla Pál Helgason í upphafi seinni hálfleiks og átti allan heiðurinn að markinu því hann lék auðveldlega í gegnum sofandi vörn ÍA og skoraði.
Árni Vilhjálmsson bætti við öðru marki Blika þegar hann fylgdi eftir góðum skalla Sverris Inga Ingasonar eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar og gestirnir því í góðum málum. Skagamenn minnkuðu hins vegar muninn á 76. mínútu með marki eftir hornspyrnu sem skráist líklega á Eggert Kára Karlsson. Hafþór jafnaði svo metin á ögurstundu.
ÍA er því nú með 8 stig á botni deildarinnar en er enn nokkuð frá öruggu sæti. Blikar eru jafnir Stjörnunni í 3.-4. sæti en Stjarnan mætir Fram síðar í kvöld.
Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Páll Gísli Jónsson. Vörn: Einar Logi Einarsson, Thomas Sörensen, Kári Ársælsson, Héctor Pena. Miðja: Jóhannes Karl Guðjónsson, Joakim Wrele, Jón Vilhelm Ákason, Hallur Flosason. Sókn: Eggert Kári Karlsson, Ármann Smári Björnsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson (m), Maksims Rafalskis, Andri Adolpsson, Dean Martin, Alexander Már Þorláksson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Albert Hafsteinsson.
Lið Breiðabliks: (4-4-2) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Gísli Páll Helgason, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Nichlas Rohde, Árni Vilhjálmsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m), Elfar Freyr Helgason, Þórður Steinar Hreiðarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Ellert Hreinsson.