Valur og Þór gerðu 2:2-jafntefli í bráðfjörugum leik í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Þórsarar voru manni fleiri síðasta hálftímann en náðu ekki að nýta sér það.
Þór er með 16 stig í 9. sæti, þremur stigum frá fallsæti, en Valur er í 5. sæti með 25 stig, sex stigum á eftir Stjörnunni sem er í 3. sæti og á nú leik til góða.
Mark Tubæk kom Þór yfir seint í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Jóhanni Helga Hannessyni. Valur hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og Mattar Jobe jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf Magnúsar Más Lúðvíkssonar.
Aðeins mínútu eftir mark Vals jafnaði Jóhann Helgi fyrir Þór með skalla eftir fyrirgjöf Inga Freys Hilmarssonar. Fjalar Þorgeirsson, sem varði oft vel í marki Vals, hefði hæglega átt að geta varið en missti boltann inn.
Valsmenn skoruðu síðasta mark leiksins á 58. mínútu þegar Patrick Pederson rak smiðshöggið á flotta sókn eftir sendingu Sigurðar Egils Lárussonar.
Daniel Craig Racchi fékk að líta gula spjaldið á 59. mínútu, og rúmri mínútu síðar fékk hann aftur gult spjald, og þar með rautt. Valsmenn unnu vel úr því að vera manni færri en bæði lið hefðu getað náð sigrinum á lokakaflanum.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.
Valur: (4-3-3) Mark: Fjalar Þorgeirsson. Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Matarr Jobe, Bjarni Ólafur Eiríksson, Jónas Tór Næs. Miðja: Ian Williamson, Lucas Ohlander, Daniel Racchi. Sókn: Kristinn Freyr Sigurðsson, Patrick Pedersen, Sigurður Egill Lárusson.
Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon, Haukur Ásberg Hilmarsson, Matthías Guðmundsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Indriði Áki Þorláksson, Andri Fannar Stefánsson.
Þór: (4-3-3) Mark: Joshua Wicks. Vörn: Sveinn Elías Jónsson, Hlynur Atli Magnússon, Atli Jens Albertsson, Ingi Freyr Hilmarsson. Miðja: Ármann Pétur Ævarsson, Orri Freyr Hjaltalín, Jónas Björgvin Sigurbergsson. Sókn: Mark Tubæk, Jóhann Helgi Hannesson, Edin Beslija.
Varamenn: Srdjan Rajkovic, Baldvin Ólafsson, Janez Vrenko, Kristján Páll Hannesson, Orri Sigurjónsson, Chukwudi Chijindu.