Tíu Valsmenn héldu jöfnu

Sigurður Egill Lárusson og Sveinn Elías Jónsson í baráttu um …
Sigurður Egill Lárusson og Sveinn Elías Jónsson í baráttu um boltann að Hlíðarenda í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Val­ur og Þór gerðu 2:2-jafn­tefli í bráðfjör­ug­um leik í 17. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu. Þórsar­ar voru manni fleiri síðasta hálf­tím­ann en náðu ekki að nýta sér það.

Þór er með 16 stig í 9. sæti, þrem­ur stig­um frá fallsæti, en Val­ur er í 5. sæti með 25 stig, sex stig­um á eft­ir Stjörn­unni sem er í 3. sæti og á nú leik til góða.

Mark Tubæk kom Þór yfir seint í fyrri hálfleik eft­ir send­ingu frá Jó­hanni Helga Hann­es­syni. Val­ur hóf seinni hálfleik­inn af mikl­um krafti og Matt­ar Jobe jafnaði met­in með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf Magnús­ar Más Lúðvíks­son­ar.

Aðeins mín­útu eft­ir mark Vals jafnaði Jó­hann Helgi fyr­ir Þór með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf Inga Freys Hilm­ars­son­ar. Fjal­ar Þor­geirs­son, sem varði oft vel í marki Vals, hefði hæg­lega átt að geta varið en missti bolt­ann inn.

Vals­menn skoruðu síðasta mark leiks­ins á 58. mín­útu þegar Pat­rick Peder­son rak smiðshöggið á flotta sókn eft­ir send­ingu Sig­urðar Eg­ils Lárus­son­ar.

Daniel Craig Racchi fékk að líta gula spjaldið á 59. mín­útu, og rúmri mín­útu síðar fékk hann aft­ur gult spjald, og þar með rautt. Vals­menn unnu vel úr því að vera manni færri en bæði lið hefðu getað náð sigr­in­um á lokakafl­an­um.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leik­inn í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

Val­ur: (4-3-3) Mark: Fjal­ar Þor­geirs­son. Vörn: Magnús Már Lúðvíks­son, Mat­arr Jobe, Bjarni Ólaf­ur Ei­ríks­son, Jón­as Tór Næs. Miðja: Ian William­son, Lucas Ohland­er, Daniel Racchi. Sókn: Krist­inn Freyr Sig­urðsson, Pat­rick Peder­sen, Sig­urður Eg­ill Lárus­son.
Vara­menn: Ásgeir Þór Magnús­son, Hauk­ur Ásberg Hilm­ars­son, Matth­ías Guðmunds­son, Guðmund­ur Þór Júlí­us­son, Stefán Ragn­ar Guðlaugs­son, Indriði Áki Þor­láks­son, Andri Fann­ar Stef­áns­son.  

Þór: (4-3-3) Mark: Jos­hua Wicks. Vörn: Sveinn Elías Jóns­son, Hlyn­ur Atli Magnús­son, Atli Jens Al­berts­son, Ingi Freyr Hilm­ars­son. Miðja: Ármann Pét­ur Ævars­son, Orri Freyr Hjaltalín, Jón­as Björg­vin Sig­ur­bergs­son. Sókn: Mark Tubæk, Jó­hann Helgi Hann­es­son, Edin Beslija.
Vara­menn: Sr­djan Raj­kovic, Bald­vin Ólafs­son, Janez Vr­en­ko, Kristján Páll Hann­es­son, Orri Sig­ur­jóns­son, Chukwudi Chij­indu. 

Val­ur 2:2 Þór opna loka
skorar Matarr Jobe (49. mín.)
skorar Patrick Pedersen (58. mín.)
Mörk
skorar Mark Tubæk (37. mín.)
skorar Jóhann Helgi Hannesson (50. mín.)
fær gult spjald Daniel Craig Racchi (59. mín.)
fær rautt spjald Daniel Craig Racchi (61. mín.)
fær gult spjald Indriði Áki Þorláksson (79. mín.)
fær gult spjald Andri Fannar Stefánsson (88. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Mark Tubæk (53. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Sanngjörn niðurstaða.
90 Þór fær hornspyrnu
90 Jóhann Helgi Hannesson (Þór) á skot sem er varið
Jóhann með fínt skot af vítateigslínunni en Fjalar náði að verja í horn.
89 Baldvin Ólafsson (Þór) kemur inn á
89 Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór) fer af velli
89 Þór fær hornspyrnu
Bjarni tekur enga sénsa og skallar boltann aftur fyrir.
88 Andri Fannar Stefánsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot á Jóhanni í skyndisókn.
88
Valsmenn vildu fá vítaspyrnu þegar Indriði Áki féll við í teignum. Orri Freyr virtist brjóta á honum en Kristinn var viss í sinni sök og dæmdi ekkert.
82
Þórsurum gengur ekki nógu vel að nýta sér liðsmuninn. Valsmenn geta verið stoltari af sínum leik þessa stundina.
82 Mark Tubæk (Þór) á skot framhjá
Slakt skot utan teigs, vel yfir markið.
80
Fjalar greip boltann eftir hornspyrnu Tubæk.
79 Þór fær hornspyrnu
79 Indriði Áki Þorláksson (Valur) fær gult spjald
Fyrir að brjóta illa á Jóhanni Helga á miðjum vallarhelmingi Vals.
77
Pedersen var nú eiginlega sloppinn í gegnum vörn Þórs en tók sér of langan tíma, sneri til baka og var að lokum kominn með hvorki fleiri né færri en sex varnarmann Þórs fyrir framan sig. Ekkert varð úr sókninni.
76 Indriði Áki Þorláksson (Valur) kemur inn á
76 Lucas Ohlander (Valur) fer af velli
76 Orri Sigurjónsson (Þór) kemur inn á
76 Edin Beslija (Þór) fer af velli
71 Þór fær hornspyrnu
69 Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur) á skot sem er varið
Skot af nokkuð löngu færi, beint á Wicks.
66 Andri Fannar Stefánsson (Valur) kemur inn á
KA-maðurinn vill eflaust láta Þórsara finna fyrir sér.
66 Sigurður Egill Lárusson (Valur) fer af velli
62 Þór fær hornspyrnu
Fjalar greip svo boltann eftir hornspyrnuna.
62 Orri Freyr Hjaltalín (Þór) á skot sem er varið
Gott skot utarlega úr teignum meðfram jörðinni en Fjalar varði meistaralega og náði að lyfta boltanum yfir markið.
61 Daniel Craig Racchi (Valur) fær rautt spjald
Racchi fékk réttilega sitt annað gula spjald, og þar með rautt, fyrir að toga Jónas Björgvin niður. Þetta tók hann bara rúma mínútu.
60 Orri Freyr Hjaltalín (Þór) á skalla sem fer framhjá
Stórhætta á ferð eftir aukaspyrnu af vinstri kantinum. Orri náði skallanum en boltinn fór rétt framhjá fjærstönginni.
59 Daniel Craig Racchi (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot úti við hliðarlínu.
58 MARK! Patrick Pedersen (Valur) skorar
2:2 - Ohlander átti góða sendingu í gegnum vörn Þórs vinstra megin á Sigurð Egil sem var í fínu færi en gerði það rétta í stöðunni og renndi boltanum þvert fyrir markið á Pedersen sem skoraði auðveldlega.
53 Mark Tubæk (Þór) fær gult spjald
Tubæk var of seinn í návígi við Ohlander, missti af boltanum og tók Svíann niður.
52 Þór fær hornspyrnu
52 Mark Tubæk (Þór) á skot framhjá
Tubæk klobbaði mann og annan í teignum en náði svo ekki nógu góði skoti. Boltinn fór af varnarmanni og aftur fyrir.
50 MARK! Jóhann Helgi Hannesson (Þór) skorar
1:2 - Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Ingi Freyr átti góða fyrirgjöf frá vinstri og Jóhann Helgi skallaði úr miðjum teignum. Fjalar virtist hæglega geta varið en missti boltann inn. Skelfileg mistök.
49 MARK! Matarr Jobe (Valur) skorar
1:1 - Valsmenn byrja seinni hálfleik af miklum krafti og eru búnir að jafna metin! Magnús Már átti frábæra sendingu frá endamörkum hægra megin og Matarr Jobe, eða Nesta eins og hann er oft kallaður, stökk hæst allra og skallaði í netið.
49 Valur fær hornspyrnu
48 Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skot sem er varið
Dauðafæri eftir frábæra stungusendingu Magnúsar en Sigurður náði ekki nægilega góðu skoti og Wicks varði vel í markinu. Illa farið með gott færi.
46 Matthías Guðmundsson (Valur) kemur inn á
46 Iain Williamson (Valur) fer af velli
46 Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn og Matthías kemur vissulega inná fyrir Williamson vegna meiðslanna.
45 Hálfleikur
Valsmenn náðu ekki að gera breytingu fyrir hálfleik en það er ljóst að Williamson spilar ekki meira. Matthías Guðmundsson leysir hann líklega af hólmi, var alla vega sendur af stað að hita upp. Þórsarar eru yfir í leiknum með marki frá Mark Tubæk. Sá er búinn að reynast liðinu drjúgur í sumar. Jóhann Helgi átti einnig stóran þátt í markinu.
45
Fyrri hálfleik er alveg að ljúka en Ian Williamson liggur á vellinum vegna meiðsla og er búið að kalla á börur. Williamson var ekki að gera neitt sérstakt, tók eina stefnubreytingu og þar með var eins og hann tognaði.
37 MARK! Mark Tubæk (Þór) skorar
0:1 - Tubæk kemur Þór yfir eftir góðan undirbúning Jóhanns Helga. Jóhann fékk sendingu fram völlinn vinstra megin, hélt boltanum vel og gaf á hárréttum tíma inn á Tubæk sem kom hlaupandi, lék á varnarmann og skaut boltanum á milli fóta Fjalars.
36 Þór fær hornspyrnu
Önnur hornspyrna.
35 Þór fær hornspyrnu
35 Mark Tubæk (Þór) á skot sem er varið
Stórkostlegt skot á lofti rétt utan teigs en Fjalar gerði mjög vel í að verja í horn.
24 Jóhann Helgi Hannesson (Þór) á skalla sem fer framhjá
Hlynur Atli átti langa sendingu af hægri kantinum inná teig þar sem Jóhann Helgi átti flottan skalla rétt framhjá hægri markvinklinum.
18 Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór) á skot sem er varið
Jónas fékk boltann í boga til sín út að vítateigslínu og átti viðstöðulaust skot en það virtist innanfótar og var laust.
15 Iain Williamson (Valur) á skot framhjá
Valsmenn eru mun meira ógnandi þessa stundina. Pedersen fékk flotta sendingu frá Kristni inn í teig en spyrnti beint í varnarmann. Boltinn barst svo út til Williamson en skot hans var slakt, hátt yfir.
12
Kristinn Freyr átti fyrirgjöf frá hægri inn í vítateig Þórs á Sigurð Egil sem spyrnti beint í varnarmann Þórs. Bestu tilþrifin átti Magnús Gylfason þjálfari Vals sem stökk í loft upp og greip um höfuð sér þegar ekki tókst að nýta færið.
9 Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) á skot sem er varið
Kristinn fór framhjá tveimur varnarmönnum og átti skot úr góðri stöðu við vítateigslínuna en það var beint á Wicks í marki Þórs.
7
Hinn efnilegi Jónas Björgvin Sigurbergsson fór illa með Nesta inni á vallarhelmingi Vals og uppskar aukaspyrnu. Tubæk tók spyrnuna og sendi inn í teig en Valsmenn hreinsuðu í burtu.
5 Matarr Jobe (Valur) á skalla sem fer framhjá
Lucas Ohlander með stórhættulega aukaspyrnu af hægri kantinum, inn að fjærstöng þar sem boltinn rétt strauk enni Nesta og fór framhjá markinu.
1 Leikur hafinn
Þórsarar byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
0
Þá eru leikmenn að skottast inn til búningsklefa. Tíu mínútur í að leikurinn hefjist.
0
Þrjár breytingar eru á liði Vals frá 2:0-tapinu gegn Keflavík. Fjalar Þorgeirsson kemur aftur í markið eftir leikbann og Sigurður Egill Lárusson er í byrjunarliðinu í stað Indriða Áka Þorlákssonar. Þá er fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson ekki með en Ian Williamson kemur inn í hans stað.
0
Það eru fjórar breytingar á byrjunarliði Þórs frá jafnteflinu við Fylki í síðustu umferð. Ingi Freyr og Orri Freyr koma inn aftur eftir bann, og þeir Hlynur Atli og Jóhann Helgi af bekknum. Baldvin Ólafsson, Jóhann Þórhallsson, Janez Vrenko og Chuck fara út úr byrjunarliðinu, Jóhann vegna leikbanns.
0
Jóhann Þórhallsson er ekki með Þór vegna leikbanns.
0
Þór hefur ekki fagnað sigri síðan í byrjun júlí og því dregist niður í bullandi fallbaráttu. Liðið er aðeins þremur stigum fyrir ofan Víking Ó. sem er í 11. sæti og mætir Breiðabliki í dag.
0
Valur heldur í vonina um að ná Evrópusæti en hún veiktist fyrst Stjarnan landaði ekki bikarmeistaratitlinum. Þar með er alveg ljóst að aðeins þrjú efstu lið deildarinnar fá Evrópusæti, og Valur er sjö stigum frá 3. sætinu.
0
Þegar liðin mættust á Akureyri voru átta mörk skoruð í 5:3-sigri Vals. Janez Vrenko, Chuck og Sveinn Elías Jónsson skoruðu fyrir Þór en þeir Arnar Sveinn Geirsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Þórir Guðjónsson, Kolbeinn Kárason og James Hurst fyrir Val. Þeir Rúnar, Kolbeinn og Hurst eru allir horfnir á brott.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (M), .
Varamenn: (M), .

Þór: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Valur 7 (5) - Þór 10 (6)
Horn: Valur 1 - Þór 8.

Lýsandi:
Völlur: Hlíðarendi
Áhorfendafjöldi: 735

Leikur hefst
25. ágú. 2013 17:00

Aðstæður:
Nokkur vindur og skýjað. Völlurinn ágætur.

Dómari: Kristinn Jakobsson.
Aðstoðardómarar: Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert