Mikilvægur sigur Blika í Evrópubaráttunni

Sverrir Ingi Ingason með boltann á Kópavogsvelli í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason með boltann á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Kristinn

Breiðablik vann mik­il­væg­an sig­ur á Stjörn­unni, 2:1, í bar­átt­unni um síðasta Evr­óp­u­sætið þegar liðin mætt­ust í frestuðum leik úr 10. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í fót­bolta í kvöld. Dan­inn Nichlas Rohde skoraði sig­ur­markið í síðari hálfleik.

Stjarn­an skoraði fyrsta mark leiks­ins á 22. mín­útu en það gerði Hall­dór Orri Björns­son af stuttu færi eft­ir und­ir­bún­ing Garðars Jó­hanns­son­ar. Blikar vildu meina að Garðar hefði brotið á Renee Troost í aðdrag­anda marks­ins og var Ólaf­ur Kristjáns­son, þjálf­ari liðsins, afar ósátt­ur að það fengi að standa.

Breiðablik hefði átt að jafna met­in í fyrri hálfleik þegar Nichlas Rohde lék á Ingvar í mark­inu og renndi knett­in­um að auðu mark­inu. Hörður Árna­son elti bolt­ann uppi og bjargaði á marklínu með frá­bæri tæk­lingu.

Blikar jöfnuðu þó met­in, 1:1, eft­ir tíu mín­útna leik í seinni hálfleik en Guðjón Pét­ur Lýðsson skoraði þá úr víta­spyrnu sem dæmd var eft­ir að bolt­inn fór í hönd Garðars Jó­hanns­son­ar í víta­teig Stjörn­unn­ar.

Níu mín­út­um síðar var Breiðablik svo komið yfir, 2:1, þegar Nichlas Rohde skoraði af mik­illi yf­ir­veg­un eft­ir frá­bær­an und­ir­bún­ing Ell­erts Hreins­son­ar, fyrr­ver­andi leik­manns Stjörn­unn­ar.

Stjarn­an er áfram í þriðja sæti með 34 stig en Blikar eru nú aðeins tveim­ur stig­um á eft­ir Stjörn­unni og á leik til góða. Aðeins þrjú efstu sæt­in gefa þátt­töku­rétt í Evr­ópu þetta sum­arið.

Nán­ari um­fjöll­un um leik­inn verður í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið en viðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Fylgst var með leikn­um í beinni texta­lýs­ingu en hana má lesa hér að neðan.

Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son. Vörn: Þórður Stein­ar Hreiðars­son, Sverr­ir Ingi Inga­son, Renee Troost, Krist­inn Jóns­son. Miðja: Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Guðjón Pét­ur Lýðsson, Andri Rafn Yeom­an. Sókn: Nichlas Rohde, Árni Vil­hjálms­son, Ell­ert Hreins­son.
Vara­menn: Gísli Páll Helga­son, Elf­ar Freyr Helga­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Arn­ór Bjarki Haf­steins­son, Viggó Kristjáns­son, Jök­ull I. Elísa­bet­ar­son, Arn­ar Már Björg­vins­son.

Lið Stjörn­unn­ar: (4-4-2) Mark: Ingvar Jóns­son. Vörn: Jó­hann Lax­dal, Daní­el Lax­dal, Mart­in Rauschen­berg, Hörður Árna­son. Miðja: Ólaf­ur Karl Fin­sen, Michael Præst, Robert Sand­nes, Hall­dór Orri Björns­son. Sókn: Kennie Chopart, Garðar Jó­hanns­son.
Vara­menn: Arn­ar Darri Pét­urs­son, Tryggvi Sveinn Bjarna­son, Þorri Geir Rún­ars­son, Gunn­ar Örn Jóns­son, Bald­vin Sturlu­son, Snorri Páll Blön­dal, Darri Steinn Kon­ráðsson.

Breiðablik 2:1 Stjarn­an opna loka
skorar úr víti Guðjón Pétur Lýðsson (55. mín.)
skorar Nichlas Rohde (64. mín.)
Mörk
skorar Halldór Orri Björnsson (22. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ólafur Karl Finsen (11. mín.)
fær gult spjald Daníel Laxdal (77. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+3. Góður sigur Breiðabliks.
90 Jóhann Laxdal (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
+2. Rétt framhjá eftir hornið. Þarna mátti litlu muna.
90 Stjarnan fær hornspyrnu
+1.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
88
Halldór Orri kemst í dauðafæri á markteig en Tryggvi Sveinn Bjarnason, samherji hans, þvælist fyrir Halldóri og eyðileggur færið. Óheppnir.
87 Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) kemur inn á
Fyrrverandi Stjörnumaðurinn mættur inn á.
87 Nichlas Rohde (Breiðablik) fer af velli
85
Blikar spila nú með fimm manna vörn eftir innkomu Elfars Freys. Þeir hafa fullkomnað þetta 3-5-2 kerfi í Evrópudeildinni í sumar. Verður erfitt fyrir að Stjörnuna að skora.
80 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) kemur inn á
Fær mikið lófatak frá stuðningsmönnum Breiðabliks.
80 Ellert Hreinsson (Breiðablik) fer af velli
77 Daníel Laxdal (Stjarnan) fær gult spjald
Brýtur á Árna Vilhjálmssyni sem var að sleppa í gegn. Blikar vilja rautt.
76 Garðar Jóhannsson (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Úr dauðafæri eftir laglega fyrirgjöf Tryggva Sveins frá hægri.
74 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot framhjá
Fær frábæra sendingu inn fyrir vörnina og kemst einn á móti Ingvar en skýtur framhjá úr dauðafæri. Ætti að vera kominn með þrennu í dag, Daninn.
74
Áhorfendur í dag eru 1.286 talsins.
73 Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) kemur inn á
Tryggvi fer í sóknina.
73 Kennie Chopart (Stjarnan) fer af velli
73 Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) kemur inn á
73 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) fer af velli
71 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) á skot framhjá
Örvæntingafull tilraun af löngu færi, hátt yfir markið.
68 Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Reynir bylmingsskot fyrir utan teig, beint á Ingvar.
66 Stjarnan fær hornspyrnu
64 MARK! Nichlas Rohde (Breiðablik) skorar
2:1 - Frábær sókn og fallegt mark. Ellert Hreinsson lyftir boltanum yfir vörn Breiðabliks á Rohde sem leikur á einn varnarmann og skorar af mikilli yfirvegun. Blikar miklu betri hér í seinni hálfleik.
63 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Fínt færi í teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri en skallinn ekki nógu fastur þannig Ingvar ver auðveldlega.
60 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Með hægri fæti fyrir utan teig.
57
Jafntefli eru ekki slæm úrslit fyrir Stjörnuna þar sem hún er með fimm stiga forskot á Blikana. Breiðablik á aftur á móti leik til góða gegn KR þannig baráttan heldur áfram. En þetta er ekki búið hér í kvöld!
55 MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) skorar úr víti
1:1 - Þrumar á mitt markið en Ingvar skutlar sér til vinstri. Öruggt víti.
54 Breiðablik fær víti
Sverrir Ingi með bakfallsspyrnu og boltinn virðist fara í hönd Garðars Jóhannssonar.
54 Breiðablik fær hornspyrnu
53 Kennie Chopart (Stjarnan) á skot framhjá
Langskot með vinstri færi, hátt yfir.
51 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot sem er varið
Halldór Orri leikur á hvern Blikann á fætur öðrum og gefur svo hælsendingu á Ólaf Karl sem er í dauðafæri uppvið markið en Gunnleifur lokar á hann og ver.
48
Renee Troost liggur eftir samstuð við Robert Sandnes.
47 Stjarnan fær hornspyrnu
46 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann í seinni hálfleik og sækja í átt að Fífunni.
45
Ágætlega vel spilaður fyrri hálfleikur. Stjarnan nýtti besta færi sitt en ekki Blikarnir. Rohde tókst ekki að skora í autt mark og því er Stjarnan yfir.
45 Hálfleikur
+2. Stjarnan marki yfir í hálfleik þökk sé Halldóri Orra.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
+1.
44 Stjarnan fær hornspyrnu
40 Breiðablik fær hornspyrnu
Brot í teignum. Losar um pressuna loksins.
39 Breiðablik fær hornspyrnu
Pressa núna.
39 Breiðablik fær hornspyrnu
39 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot sem er varið
Vááá, björgun tímabilsins. Rohde fær sendingu inn fyrir vörnina og leikur á Ingvar sem er kominn út fyrir teiginn. Daninn rennir knettinum að auðu markinu en Hörður Árnason hleypur boltann uppi og bjargar á marklínu með sturlaðri tæklingu!
37
Garðar Jóhannsson með skemmtileg tilþrif í vítateig Stjörnunnar. Fíflar Troost upp úr skónum með laglegri gabbhreyfingu en missir boltann út af, því miður.
34 Breiðablik fær hornspyrnu
Ekkert verður úr henni.
34 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Dauðafæri! Finnur Orri tæklar boltann skemmtilega inn fyrir vörn Stjörnunnar á Árna sem kemst einn á móti Ingvari en sá síðarnefndi ver meistaralega í horn.
32 Breiðablik fær hornspyrnu
Ekkert verður úr henni.
32 Breiðablik fær hornspyrnu
32 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot framhjá
Tekur boltann á kassann og þrumar yfir. Boltinn hefur viðkomu í varnarmanni.
31
Ellert Hreinsson kemst í dauðafæri eftir hornspyrnuna en Jóhann Laxdal kemst fyrir skotið á ögurstundu. Ekki slæm tækling að hlaða í með landsliðsþjálfarann á vellinum.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
30 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Heldur boltanum lengi, leikur á nokkra Blika fyrir utan teiginn og nær skoti, beint á Gunnleif.
26
Blikarnir sækja miklu meira eftir markið. Staðráðnir í að jafna greinilega.
22 MARK! Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) skorar
0:1 - Garðar Jóhannsson hefur betur í baráttu við Renee Troost í teignum en virðist brjóta á Hollendingnum. Hann rennir knettinum fyrir markið þar sem Halldór Orri skorar af stuttu færi með tvo Blika í sér. Ólafur Kristjánsson er brjálaður.
20 Kennie Chopart (Stjarnan) á skot framhjá
Skot af 30 metra færi, langt framhjá.
17
Ingvar Jónsson nálægt því að gera skelfileg mistök. Sparkar boltanum beint í Árna Vilhjálmsson, framherja Breiðabliks, en er heppinn að fá boltann aftur og setur hann þá örugglega í innkast. Var kominn langt út fyrir teiginn.
14 Kennie Chopart (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá vinstri.
12 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Tekur boltann með sér í baráttunni við miðverði Stjörnunnar en hittir ekki boltann. Skotið laflaust, beint á Ingvar.
11 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) fær gult spjald
Fyrir brot á Andra Rafni Yeoman.
9 Stjarnan fær hornspyrnu
8 Nichlas Rohde (Breiðablik) á skot framhjá
Flottir taktar hjá Dananum. Setur boltann á mili fóta Harðar Árnasonar, bakvarðar Stjörnunnar, leikur á annan mann til og skýtur svo með vinstri fæti rétt framhjá.
7
Árni Vilhjálmsson skýtur í höndina á Rauschenberg af stuttu færi. Heimamenn heimta víti en líklega var rétt að dæma ekkert.
6 Stjarnan fær hornspyrnu
5
Afskaplega rólegar upphafsmínútur í Kópavogi. Stjarnan sækir ögn meira.
1 Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann og sækir í átt að Fífunni.
0
Liðin ganga út á völlinn. Það styttist í þennan mikilvæga leik.
0
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er mættur á Kópavogsvöllinn með aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. Gunnleifur Gunnleifsson stendur í marki Breiðabliks en hann varði mark Íslands gegn Færeyjum. Hannes Þór Halldórsson er að spila á sama tíma með KR. Hér eru einnig eins og áður sagði bakverðirnir Jóhann Laxdal og Kristinn Jónsson sem gætu spilað sig inn í hópinn í kvöld.
0
Liðin eru að hita upp á blautum vellinum með svoleiðis dúndrandi Eurotrance-músík yfir sér. Tónlistin er svo hátt still hún hlýtur að heyrast í það minnsta upp í Kórahverfi. Hér heyrist ekki mannsins mál.
0
Það verður fróðlegt og gaman að fylgjast með baráttu nýjustu landsliðsmannanna í kvöld. Jóhann Laxdal, hægri bakvörður Stjörnunnar, og Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, eiga eftir að mætast oft í baráttunni í kvöld enda báðir mjög sóknarsinnaðir. Báðir fengu þeir að spreyta sig með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyjum á dögunum og stóðu þeir sig með sóma. Það er ekki útilokað að þeir verði í hópnum hjá Lalla Lagerbäck á morgun en þá verður leikmannahópurinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu kynntur.
0
Það er kaldhæðni örlaganna að þessi leikur sé svo mikilvægur í baráttunni um Evrópusæti. Stjarnan hefur mætt á Kópavogsvöllinn í lokaumferðinni tvö undanfarin tímabil og geta tryggt sér Evrópusæti með sigri en tapað í bæði skiptin. Í fyrra mættust liðin í hreinum úrslitaleik um 16 milljóna króna Evrópusæti og þá vann Breiðablik, 2:0, með tveimur mörkum frá Nichlas Rohde. Ellert Hreinsson var þá í liði Stjörnunnar og fékk rautt spjald á 71. mínútu. Fyrir tveimur árum var Breiðablik í engri baráttu um Evrópusæti en eyðilagði drauma Stjörnunnar í lokaumferðinni með 4:3-sigri hér á Kópavogsvelli. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvívegis fyrir Blika gegn sínu gamla liði.
0
Logi Ólafsson gerir einning tvær breytingar á liðinu sem marði ÍA, 1:0, í síðustu umferð. Kenni Chopart kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir meiðsli og Michael Præst byrjar einnig en hann var í banni í síðasta leik. Veigar Páll er ekki með vegna leikbanns og þá sest hetja síðasta leiks, Tryggvi Sveinn Bjarnason, á bekkinn.
0
Ólafur Kristjánsson gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Ólsara í síðustu umferð. Nichlas Rohde og Guðjón Pétur Lýðsson koma í byrjunarliðið fyrir þá Olgeir Sigurgeirsson og Tómas Óla Garðarsson.
0
Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson; Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Hörður Árnason; Ólafur Karl Finsen, Michael Præst, Robert Sandnes, Halldór Orri Björnsson; Kennie Chopart, Garðar Jóhannsson.
0
Lið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson; Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson; Finnur Orri Margeirsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Andri Rafn Yeoman; Nichlas Rohde, Árni Vilhjálmsson, Ellert Hreinsson.
0
Stjarnan verður án framherjans Veigars Páls Gunnarssonar í kvöld þar sem hann tekur út fyrri leikinn í tveggja leikja banni. Veigar Páll fékk sitt annað rauða spjald í sumar gegn ÍA í síðustu umferð.
0
Liðin hafa ekki mæst áður í sumar þar sem þetta er frestaður leikur úr fyrri umferðinni. Það skiptir öllu máli fyrir Stjörnuna að tapa ekki leiknum í kvöld því með sigri í kvöld og leiknum sem það á til góða getur Breiðablik komist yfir Stjörnuna í þriðja sætið.
0
Leikurinn skiptir sköpum í baráttunni um síðasta Evrópusætið þó Stjarnan sé reyndar vel inn í titilbaráttunni ennþá. Með sigri í kvöld kemst Stjarnan í frábæra stöðu í baráttunni um Evrópusæti en hún er með fimm stiga forskot á Breiðablik í 2. sæti. Blikar eiga þó leik til góða.
0
Góða kvöldið! Mbl.is heilsar frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í frestuðum leik úr 10. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klukkan 18.00.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Stjarnan: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 11 (7) - Stjarnan 9 (3)
Horn: Breiðablik 10 - Stjarnan 6.

Lýsandi:
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.286

Leikur hefst
29. ágú. 2013 18:00

Aðstæður:
11 gráðu hiti, 5 m/s, alskýjað og skúrir með köflum. VÖllurinn góður.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Sverrir Gunnar Pálmason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert