Aron og Gunnar aftur í landsliðinu

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. AFP

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti rétt í þessu hópinn fyrir leikina við Sviss og Albaníu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fara 6. og 10. september, en fréttamannafundur vegna leikjanna var að hefjast í höfuðstöðvum KSÍ.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði kemur inn í liðið á ný en hann missti af vináttuleiknum við Færeyjar á dögunum þar sem hann var að jafna sig á meiðslum í öxl sem hann hlaut í HM-leiknum við Slóvena á Laugardalsvellinum 7. júní.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Konyaspor í Tyrklandi, er í hópnum á ný, sem og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson úr Fram.

Rúrik Gíslason verður ekki með þar sem hann handarbrotnaði í leik með FC Köbenhavn á dögunum. Þá gefur Hjálmar Jónsson ekki kost á sér vegna barneigna.

Lið Íslands:

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki
Hannes Þór Halldórsson, KR
Ögmundur Kristinsson, Fram

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, FC Köbenhavn
Ari Freyr Skúlason, OB
Sölvi Geir Ottesen, Ural
Kári Árnason, Rotherham
Hallgrímur Jónasson, SönderjyskE
Kristinn Jónsson, Breiðabliki
Jóhann Laxdal, Stjörnunni

Miðjumenn:
Emil Hallfreðsson, Verona
Birkir Bjarnason, Pescara
Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Helgi Valur Daníelsson, Belenenses
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Ólafur Ingi Skúlason, Zulte-Waregem
Arnór Smárason, Helsingborg

Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Alfreð Finnbogason, Heerenveen
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Konyaspor

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert