Mikilvægasti leikur Íslands í langan tíma

Íslenska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag fyrir stórleikinn við …
Íslenska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag fyrir stórleikinn við Albani á þriðjudag. mbl.is/Eggert

Heim­ir Hall­gríms­son, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, und­ir­strikaði mik­il­vægi leiks­ins við Alban­íu í undan­keppni HM á þriðju­dags­kvöld þegar hann ræddi við frétta­menn á fundi á Laug­ar­dals­velli í dag.

Staðan í E-riðli þegar aðeins þrjár um­ferðir eru eft­ir er þannig að Sviss er með 15 stig, Nor­eg­ur 11, Alban­ía og Ísland 10, Slóven­ía 9 og Kýp­ur 4. Ísland kæm­ist því þrjú stig upp fyr­ir Alban­íu með sigri, og gæti náð 2. sæt­inu nema Nor­eg­ur vinni Sviss á þriðju­dags­kvöld.

Efsta liðið í riðlin­um kemst beint í loka­keppni HM í Bras­il­íu á næsta ári en liðið í 2. sæti mun lík­lega leika í um­spili um að kom­ast þangað.

„Þessi leik­ur er gríðarlega mik­il­væg­ur og við vilj­um fá fólk á völl­inn. Við vilj­um fylla Laug­ar­dalsvöll­inn. Ég ef­ast um að Ísland hafi spilað mik­il­væg­ari leik í lang­an tíma,“ sagði Heim­ir við frétta­menn.

Margt þarf að ganga upp til að Ísland fari með sig­ur af hólmi. Heim­ir minnti á að albanska liðið væri í 38. sæti heimslist­ans, 32 sæt­um fyr­ir ofan Ísland, liðið væri afar bar­áttuglatt og gríðarlega erfitt viður­eign­ar þó að í því væru eng­ar stór­stjörn­ur.

Um 6.500 miðar hafa þegar selst á leik­inn en Laug­ar­dalsvöll­ur tek­ur um 10.000 manns í sæti. Miðasala er í full­um gangi á midi.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert