Sigurgangan heldur áfram

Íslenska U21 ára landsliðið í knatt­spyrnu hélt sig­ur­göngu sinni áfram í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins en Íslend­ing­ar báru sigur­orð af Kasakst­an á Kópa­vogs­velli.

Arn­ór Ingvi Trausta­son skoraði fyrra mark Íslend­inga á 57. mín­útu og það var síðan Emil Atla­son sem inn­siglaði sig­ur­inn þegar hann skoraði á 85. mín­útu. Þetta var sjö­unda mark Em­ils í undan­keppn­inni og er hann marka­hæst­ur.

Íslend­ing­ar hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína í keppn­inni og eru í topp­sæt­inu með 12 stig.

Ísland U-21 : (4-4-2) Mark: Rún­ar Alex Rún­ars­son Vörn: Orri Sig­urður Ómars­son, Brynj­ar Gauti Guðjóns­son, Sverr­ir Ingi Inga­son, Hörður Björg­vin Magnús­son Miðja: Jón Daði Böðvars­son, Andri Rafn Yeom­an, Guðmund­ur Þór­ar­ins­son, Arn­ór Ingvi Trausta­son Sókn: Emil Atla­son, Kristján Gauti Em­ils­son
Vara­markmaður: Frederik Schram Vara­menn: Hjört­ur Her­manns­son, Hólm­bert Aron Friðjóns­son, Tóm­as Óli Garðars­son , Gunn­ar Þor­steins­son, Brynj­ar Ásgeir Guðmunds­son, Emil Páls­son.

Kasakst­an: (4-4-2) Mark: Ser­gei Tkachuk Vörn: Kiril Passichnik, Bak­daulet Kozhabayev, Grir­ori Sar­ta­kov, Dmitri Miros­hnichen­ko Miðja: Al­eks­andr Uls­hin, Igor Pikalk­in, Sayat Sariyev, Abzal Beise­bekov Sókn: Bauyrzh­an Islam­k­h­an, Ilya Kalin­in
Vara­markmaður: Stas Poka­ti­lov Vara­menn: Maksim Grek, Rom­an Murtazayev, Islambek Kuat, Ali­bek Ayaganov, Sherkh­an Bayurzh­an, El­vin Allay­arov.

Ísland U21 2:0 Kasakst­an opna loka
skorar Arnór Ingvi Traustason (57. mín.)
skorar Emil Atlason (85. mín.)
Mörk
fær gult spjald Hörður Björgvin Magnússon (61. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Roman Murtazayev (20. mín.)
fær gult spjald Ilya Kalinin (74. mín.)
fær gult spjald Bauyrzhan Islamkhan (83. mín.)
fær gult spjald Bakdaulet Kozhabayev (87. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+3
90 Ísland U21 fær hornspyrnu
+2
90 Ísland U21 fær hornspyrnu
+1
87 Tómas Óli Garðarsson (Ísland U21 ) kemur inn á
87 Arnór Ingvi Traustason (Ísland U21 ) fer af velli
87 Bakdaulet Kozhabayev (Kasakstan) fær gult spjald
86 Maksim Grek (Kasakstan) kemur inn á
86 Dmitri Miroshnichenko (Kasakstan) fer af velli
86 Hjörtur Hermannsson (Ísland U21 ) kemur inn á
86 Emil Atlason (Ísland U21 ) fer af velli
86 Jón Daði Böðvarsson (Ísland U21 ) á skot framhjá
Skýtur framhjá úr dauðafæri.
85 MARK! Emil Atlason (Ísland U21 ) skorar
2:0 Emil náði að moka boka boltanum í netið eftir klafs í kjölfar hornspyrnunnar. Emil hefur þar með skorað 7 mörk í undankeppninni.
84 Ísland U21 fær hornspyrnu
84 Arnór Ingvi Traustason (Ísland U21 ) á skot sem er varið
83 Bauyrzhan Islamkhan (Kasakstan) fær gult spjald
80 Kasakstan fær hornspyrnu
78 Andri Rafn Yeoman (Ísland U21 ) á skot framhjá
Skotið af löngu færi og beint á markvörð gestanna.
75 Grirori Sartakov (Kasakstan) kemur inn á
75 Ilya Kalinin (Kasakstan) fer af velli
74 Ilya Kalinin (Kasakstan) fær gult spjald
70 Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland U21 ) kemur inn á
70 Kristján Gauti Emilsson (Ísland U21 ) fer af velli
69 Ísland U21 fær hornspyrnu
Emil var kominn í gott færi en varnarmaður Kasakstan náði að renna sér fyrir boltann og bjarga í horn á elleftu stundu.
69 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21 ) á skalla sem fer framhjá
Laus skalli yfir markið eftir hornspyrnuna.
69 Ísland U21 fær hornspyrnu
66 Roman Murtazayev (Kasakstan) kemur inn á
66 Sayat Sariyev (Kasakstan) fer af velli
65
Íslendingar ráða nú algjörlega ferðinni í leiknum.
61 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21 ) fær gult spjald
Réttilega fyrir brot.
59
Arnór var þar með að skora sitt fyrsta mark með U21 ára landsliðinu en leikur í kvöld sinn 6. landsleik.
57 MARK! Arnór Ingvi Traustason (Ísland U21 ) skorar
1:0 Arnór náði boltanum eftir hornspyrnu Guðmundar Þórarinsson og skoraði með föstu skoti af stuttu færi.
56 Ísland U21 fær hornspyrnu
55 Ísland U21 fær hornspyrnu
54 Jón Daði Böðvarsson (Ísland U21 ) á skot framhjá
Hörkuskot hjá Jóni Daða eftir undirbúning Kristjáns Gauta en boltinn fór naumlega yfir markslánna.
52 Ilya Kalinin (Kasakstan) á skot framhjá
Boltinn víðs fjarri markinu.
51 Kasakstan fær hornspyrnu
51 Islambek Kuat (Kasakstan) á skot sem er varið
Lék íslensku vörnina grátt en Rúnar Alex varði skotið meistaralega vel, sló boltann aftur fyrir endamörk.
49 Emil Atlason (Ísland U21 ) á skot framhjá
Emil í góðu færi en hitti boltann illa og boltinn langt framhjá.
47 Ísland U21 fær hornspyrnu
46 Abzal Beisebekov (Kasakstan) á skot sem er varið
Skotið beint á Rúnar Alex sem var öryggið uppmálað.
46 Leikur hafinn
Það kom rosalega hriðja rétt áður en seinni hálfleikurinn hófst. Varamannaskýlin tókust hreinlega á loft.
45 Hálfleikur
Markalaust eftir fyrri hálfleikinn. Vindurinn hefur haft mikil áhrif á leikinn. Íslendingar hafa verið sterkari aðilinn en Kasakar spila með fimm manna varnarlínu og hafa góðar gætur á framherjum íslenska liðsins.
45 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21 ) á skot sem er varið
Markvörður Kasakstan var vel staðsettur og átti ekki í vandræðum með að handsama boltann.
44
42 Kristján Gauti Emilsson (Ísland U21 ) á skot framhjá
Kristján mokaði boltanum yfir markið eftir góða fyrirgjöf frá Emil Atlasyni.
34 Dmitri Miroshnichenko (Kasakstan) á skot framhjá
Skotið af löngu færi og vel yfir íslenska markið.
33 Kasakstan fær hornspyrnu
Kasakarnir eru að færa sig aðeins upp á skaftið.
30 Emil Atlason (Ísland U21 ) á skot framhjá
Skot af löngu færi en boltinn rétt framhjá. Ágæt tilraun hjá Emil.
29 Kasakstan fær hornspyrnu
29 Abzal Beisebekov (Kasakstan) á skot framhjá
Var kominn í gott færi en Íslendingum tókst að bægja hættunni frá í horn.
27 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21 ) á skot framhjá
Ekki gott hjá vinstri bakverðinum. Boltinn hátt yfir markið.
25
Vindurinn hefur leikið stórt hlutverk í leiknum. Það koma rosalega sterkar vindhviður annað veifið.
25 Ísland U21 fær hornspyrnu
23 Andri Rafn Yeoman (Ísland U21 ) á skot framhjá
Frábær sókn sem endaði með skoti frá Andra Rafni úr góðu færi en boltinn fór í hliðarnetið. Besta sókn Íslendinga til þessa.
20 Roman Murtazayev (Kasakstan) fær gult spjald
Fyrir ljótt brot á Herði Björgvini sem stendur upp og hristir þetta vonandi af sér.
16
Kristján Gauti hitti ekki boltann úr góðu færi.
13 Bakdaulet Kozhabayev (Kasakstan) á skot sem er varið
Skotið af um 30 metra færi og Rúnar átti ekki í vandræðum með að handsama boltann.
10 Emil Atlason (Ísland U21 ) á skot framhjá
Skotið frá vítateigslínu en boltinn nokkuð yfir markið.
10
Það er eins og vindurinn hafi snúist og Íslendingar eru með vindinn í bakið.
9 Guðmundur Þórarinsson (Ísland U21 ) á skalla sem fer framhjá
Lauk skalli frá Guðmundi eftir hornspyrnuna og hættulaus.
8 Ísland U21 fær hornspyrnu
8 Hörður Björgvin Magnússon (Ísland U21 ) á skot sem er varið
Þrumufleygur frá Herði af löngu færi en markvörðurinn gerði vel að verja í horn.
7
Íslendingar hafa ráðið ferðinni þesar fyrstu mínútur.
4 Jón Daði Böðvarsson (Ísland U21 ) á skalla sem fer framhjá
Laus skalli og boltinn vel framhjá.
4
Íslendingar fá aukaspyrnu við vítateigslínuna nálægt hliðarlínu.
2 Ísland U21 fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Íslendingar leika í átt að Fífunni og leika þar með á móti strekkingsvindi.
0
Það hefur dregið mjög úr úrkomunni en í stað þess hefur bætt í vindinn og rétt í þessu fauk annað varamannaskýlið á vellinum.
0
Þeir eru teljandi á fingrum áhorfendurnir sem eru mættir á Kópavogsvöllinn. Umboðsmaður Íslands er einn þeirra, Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður knattspyrnumanna.
0
Liðin hafa nú lokið upphitun þrátt fyrir að 20 mínútur séu þar til leikurinn hefjist. Veðrið spilar líklega stóra rullu hvað þetta varðar.
0
Það er eins og veðrið sé aðeins að skána og það er vel.
0
Emil Atlason hefur verið iðinn við að skora fyrir íslenska liðið í undankeppninni en af 8 mörkum sem Ísland hefur skorað hefur KR-ingurinn skorað 6. Emil skoraði þrennu í síðasta leik liðsins en þá unnu Íslendingar öruggan sigur á Hvít-Rússum, 4:1.
0
Það er ekki hægt að segja að það viðri vel til knattspyrnuiðkunnar á Kópavogsvelli. Það er sunnan strekkingur og mígandi rigning.
0
Byrjunarlið Íslands er óbreytt frá sigurleiknum gegn Hvít-Rússum í síðasta mánuði en það má sjá hér að ofan. Varamenn eru þeir sömu, enda valdi Eyjólfur Sverrisson nákvæmlega sama hóp í þennan leik.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Ísland tekur á móti Kasakstan í 10. riðli undankeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla. Ísland er með 9 stig eftir þrjá leiki, hefur unnið Hvít-Rússa tvisvar og Armeníu einu sinni. Kasakstan er með 3 stig eftir þrjá leiki, vann Hvíta-Rússland 1:0 á útivelli, en tapaði 0:1 fyrir Armeníu á heimavelli og 0:5 fyrir Frakklandi á útivelli síðasta fimmtudag.
Sjá meira
Sjá allt

Ísland U21 : (4-4-2) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Orri Sigurður Ómarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Jón Daði Böðvarsson, Andri Rafn Yeoman, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Ingvi Traustason (Tómas Óli Garðarsson 87). Sókn: Emil Atlason (Hjörtur Hermannsson 86), Kristján Gauti Emilsson (Hólmbert Aron Friðjónsson 70).
Varamenn: Frederik Schram (M), Hjörtur Hermannsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Tómas Óli Garðarsson , Gunnar Þorsteinsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Emil Pálsson.

Kasakstan: (4-4-2) Mark: Sergei Tkachuk. Vörn: Kiril Passichnik, Bakdaulet Kozhabayev, Grirori Sartakov, Dmitri Miroshnichenko (Maksim Grek 86). Miðja: Aleksandr Ulshin, Igor Pikalkin, Sayat Sariyev (Roman Murtazayev 66), Abzal Beisebekov. Sókn: Bauyrzhan Islamkhan, Ilya Kalinin (Grirori Sartakov 75).
Varamenn: Stas Pokatilov (M), Maksim Grek, Roman Murtazayev, Islambek Kuat, Alibek Ayaganov, Sherkhan Bayurzhan, Elvin Allayarov.

Skot: Kasakstan 6 (3) - Ísland U21 17 (5)
Horn: Ísland U21 11 - Kasakstan 4.

Lýsandi: Guðmundur Hilmarsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
10. sept. 2013 16:00

Aðstæður:
Sunnan strekkingur og rigning. Hitinn um 10 gráður. Völlurinn er mígandi blautur.

Dómari: Mervyn Smyth, Norður-Írlandi
Aðstoðardómarar: Eamon Shanks og Gareth Eakin, Norður-Írlandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert