Það var í mörg horn að líta á knattspyrnuvöllum landsins í dag. Heilar umferðir fóru fram í fyrstu, annarri og þriðju deildum karla ásamt því að úrslitin í fjórðu deildinni réðust.
Spennan á toppi fyrstu deildar er með ólíkindum en öll efstu liðin unnu leiki sína. Mesta fjörið var í Víkinni þar sem heimamenn kjöldrógu neðsta lið deildarinnar, Völsung. Lokatölur þar voru 16:0 og skoruðu þeir Hjörtur Hjartarson, Aron Elís Þrándarson og Robin Nijman allir fjögur mörk. Hreint ótrúlegar tölur.
Grindavík vann stórsigur á KF fyrir norðan, 7:0, og eiga KF því ekki möguleika á að halda sæti sínu. Þeir fara því aftur niður í aðra deild ásamt Völsungi.
Staðan á toppnum fyrir síðustu umferðina er þannig að Fjölnir hefur 40 stig, Grindavík, Haukar og Víkingur hafa 39 og BÍ/Bolungarvík 37.
HK er komið upp í fyrstu deild eftir sigur á Afturelding í toppslag. Kópavogsbúar fóru með sigur af hólmi, 4:1. KV vann svo nauman sigur á Sindra Hornafirði 3:2 og skutust upp í annað sætið. Staðan á toppnum fyrir síðustu umferðina er þannig að HK hefur 40 stig, KV 39, Grótta 37 og Afturelding 36 og ÍR 36. KV og Grótta mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 1. deild í lokaumferðinni.
Fjarðabyggð tryggði sér meistaratitil 3. deildar á betri markatölu en Huginn. Bæði liðin voru löngu komin upp í 2. deildina.
Einherji tryggði sér sigur í 4. deildinni með 2:0 sigri á Berserkjum, en bæði lið munu spila í þriðju deildinni á næstu leiktíð. Í leiknum um þriðja sætið vann KFG 6:0 sigur á Elliða en þau lið sitja hins vegar eftir með sárt ennið. KFG fer upp ef eitthvert lið úr efri deildum hættir keppni eða lið verða sameinuð.
Fylgst var með gangi mála á öllum völlum dagsins hér á mbl.is og má sjá textalýsingu hér að neðan. Staðfest úrslit birtast innan skamms.
1. deild karla
14:00 Víkingur R. - Völsungur 16:0 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Hjörtur Júlíus Hjartarson 3., 59., 76., 77., Óttar Steinn Magnússon 6., 18., Robin Nijman 10., 14., 73., 90., Aron Elís Þrándarson 34., 39., 78., 81., Igor Taskovic 50., Dofri Snorrason 55. Rauð spjöld Hrannar Björn Steingrímsson (Völsungi) 45., Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungi) 45.)
14:00 KA - Þróttur R. 3:1 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Ævar Ingi Jóhannesson 11., Atli Sveinn Þórarinsson 66., Hallgrímur Mar Steingrímsson 93. - Andri Björn Sigurðsson 47.)
14:00 Bí/Bolungarvík - Leiknir R. 3:2 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Alexander Veigar Þórarinsson 37., Ben Everson 49., Nigel Quashie 69. - Stefán Birgir Jóhannesson 74., Hilmar Árni Halldórsson 93.)
14:00 KF - Grindavík 0:7 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Igor Stanojevic 19., 58., 78., 91., Juraj Grizelj 39., Magnús Björgvinsson 42., 65. Rautt spjald Eiríkur Ingi Magnússon (KF) 37.)
14:00 Haukar - Tindastóll 3:1 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Hafsteinn Briem 54., Hilmar Geir Eiðsson 59., Anthonio Savant De Souza 84. - Christopher Tsonis 68.)
14:00 Fjölnir - Selfoss 3:0 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Þórir Guðjónsson 31., 61., Ragnar Leósson 92.)
2. deild karla
14:00 Reynir S. - Hamar 2:1 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Gunnar Wigelund 17., Birkir Freyr Sigurðsson 61. - Ragnar Valberg Sigurjónsson 70.)
14:00 Grótta - Höttur 4:0 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
Hjörvar Hermannsson 33., 54., 90., Enok Eiðsson 44.)
14:00 Ægir - Njarðvík 1:2 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Þorkell Þráinsson 25. - Bergþór Ingi Smárason 34., Þórður Rúnar Friðjónsson 44.)
14:00 Dalvík/Reynir - ÍR 2:3 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Markús Darri Jónasson 13., Kristinn Þór Rósbergsson 83. - Jóhann Arnar Sigurþórsson 1., Arnór Björnsson 92., 93.)
14:00 HK - Afturelding 4:1 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Tryggvi Guðmundsson 17., Guðmundur Atli Steinþórsson 30., Ásgeir Marteinsson 72., Ólafur Valdimar Júlíusson 90. - Alexander Aron Davorsson 4.)
14:00 Sindri - KV 2:3 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Mariusz Baranowski 19., Atli Haraldsson 51. - Magnús Gíslason 30., 71, Sigurvin Ólafsson 44.)
3. deild karla
14:00 Kári - KFR 0:5 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Ólafur Tryggvi Pálsson, Guðmundur Garðar Sigfússon, Sveinbjörn Jón Ásgrímsson, Helgi Ármannsson, Andri Freyr Björnsson)
14:00 Leiknir F. - Fjarðabyggð 1:5 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Almar Daði Jónsson 32. - Fannar Árnason 2., Víkingur Pálmason 15., Hákon Þór Sófusson 48., 61., Esben Lauridsen 51.)
14:00 Víðir - Grundarfjörður 1:1 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Kristinn Sveinn Kristinsson 65. - Kári Viðarsson 61. Rautt spjald Atli Rúnar Hólmbergsson (Víði) 36.)
14:00 Augnablik - ÍH 6:2 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Björn Jakobsson 22., 70., Rannver Sigurjónsson 53., Sigurjón Jónsson 77., 81, Daníel Rögnvaldsson 87. - Andri Geir Gunnarsson 84., Garðar Ingi Leifsson 90. Rautt spjald Örn Rúnar Magnússon (ÍH) 23.)
14:00 Huginn - Magni 3:2(leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Marko Nikolic 34. sjálfsmark 43., Einar Óli Þorvarðarson 54. - Fannar Freyr Gíslason 67., Hreggviður Heiðberg Gunnarsson 76.)
4. deild karla - úrslit
13:00 Berserkir - Einherji 0:2 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Sigurður Donys Sigurðsson 20., Gunnlaugur Bjarnar Baldursson 78.)
14:00 Elliði - KFG 0:6 (leikskýrsla) LEIK LOKIÐ
(Daði Kristjánsson 30., Bjarni Pálmason 78., 80., 81., 83., Ásmundur Guðni Haraldsson 90.)
15:58 Leikjum dagsins lokið. Staðfest úrslit má sjá hér að ofan.
15:52 MARK Á AKUREYRI! KA-menn gulltryggja sér sigurinn með marki Hallgríms Mar Steingrímssonar í uppbótartíma.
15:52 MARK Á FJÖLNISVELLI! Ragnar Leósson gulltryggir 3:0 sigur Fjölnis á Selfossi með marki í uppbótartíma.
15:50 MARK Á VÍKINGSVELLI! Já það var tími fyrir enn eitt markið. Robin Nijman bætist í fernuhópinn ásamt Hirti og Arnóri með sextánda markinu. Markatala Völsungs í síðustu tveimur leikjum er því 0:22, eftir 0:6 tap gegn KA í síðasta leik.
15:50 MARK Í KÓPAVOGI! HK gulltryggir sigurinn gegn Aftureldingu. Ólafur Valdimar Júlíusson skoraði í blálokin og lokatölur þar eru 4:1 fyrir HK.
15:49 MARK Á ÓLAFSFIRÐI! Grindavík komnir í 0:7 gegn KF. Markið skoraði Igor Stanojevic.
15:48 Nú er venjulegur leiktími að renna út í flestum leikjum dagsins. Staðfest úrslit birtast hér fljótlega eftir að leik er lokið á öllum völlum.
15:44 MARK Á ÁSVÖLLUM! Haukar virðast vera að tryggja sér sigurinn gegn Tindastóli. Staðan orðin 3:1, markið skoraði Anthonio S. Souza.
15:42 MARK Á VÍKINGSVELLI! 15:0. Í alvöru. Aron Elís skorar sitt fjórða mark.
15:40 MÖRK Á VERSALAVÖLLUM! Augnablik hefur skorað fimm mörk og ÍH tvö í síðari hálfleik, staðan þar er 6:2 og gestirnir einum færri.
15:38 MARK Á ÓLAFSFIRÐI! Grindvíkingar skora sjötta mark sitt gegn KF. Igor Stanojevic var þar að verki.
15:36 MARK Á VÍKINGSVELLI! Aron Elís Þrándarson vill ekki vera minni maður en þeir Hjörtur og Robin. Hann skorar þriðja mark sitt og fjórtánda mark Víkinga. Hreint ótrúlegar tölur.
15:35 MÖRK Á VÍKINGSVELLI! Robin Nijman var að fullkomna þrennu sína með ellefta marki Víkinga. Hjörtur Hjartarson bætti hins vegar um betur og skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla. Hann er því kominn með fernu.
15:34 MÖRK Í ANNARRI DEILDINNI! Spennann á toppnum heldur áfram. HK var að komast í 3:1 gegn Aftureldingu og KV var að komast yfir gegn Sindra á Hornafirði, staðan þar 2:3.
Staðan á toppnum er nú HK 40, KV 39, Afturelding 36.
15:33 MÖRK Á ÍSAFIRÐI! Það eru komin tvö mörk í leik BÍ/Bolungarvíkur og Leiknis síðan við litum þangað síðar. Nigel Quashi kom heimamönnum í 3:0 áður en Leiknismenn minnkuðu muninn.
15:31 MARK Á VÍKINGSVELLI! Víkingar eru komnir með tíu mörk gegn Völsungum! Hjörtur Hjartarson skorar sitt annað mark.
15:30 MARK Á ÁSVÖLLUM! Tindastóll minnkar muninn gegn Haukum, staðan þar 2:1. Það var Christopher P Tsonis sem skoraði markið.
15:29 MÖRK Í SANDGERÐI! Staðan í leik Reynis og Hamars er 2:1 fyrir heimamönnum, en staðan þar var 1:0 í hálfleik. Birgir Freyr Sigurðsson skoraði annað mark Reynis en Ragnar Sigurjónsson minnkaði muninn fyrir Hamar.
15:28 MÖRK Í GARÐINUM! Staðan er 1:1 í viðureign Víðis og Grundarfjarðar. Gestirnir komust yfir með marki Kára Viðarssonar en Kristinn Sveinn Kristinsson jafnaði fyrir Víði.
15:26 MARK Á AKUREYRI! KA-menn ná aftur forystu gegn Þrótti með marki varnarjaxlsins Atla Sveins Þórarinssonar. Staðan þar 2:1
15:25 MARK Á FJÖLNISVELLI! Fjölnismenn eru komnir í 2:0 gegn Selfossi. Þórir Guðjónsson hefur skorað bæði mörkin.
15:21 MÖRK Á ÓLAFSFIRÐI! Grindavík eru komnir með 0:5 forystu gegn KF sem eru á leið niður í aðra deild.
Staðan núna er Fjölnir 40, Grindavík 39, Haukar 39, Víkingur 39, BÍ/Bolungarvík 37. Markatalan fer því að segja sitt og eru Víkingar í góðum málum hvað það varðar eftir leik dagsins.
15:20 MARK Á VÍKINGSVELLI! Það styttist í tuginn hjá Víkingum. Dofri Snorrason var að skora níunda marki Víkinga.
15:19 MARK Á ÁSVÖLLUM! Haukar bæta við marki tveimur mínútum seinna. Þar var að verki Hilmar Geir Eiðsson.
15:17 MARK Á ÁSVÖLLUM! Haukar eru komnir yfir gegn Tindastóli með marki Hafsteins Briem og eru því komnir upp í 39 stig líkt og Grindavík og Víkingur.
15:15 Mörk í þriðju deildinni! Fjarðabyggð er yfir 1:4 gegn Leikni á Fáskrúðsfirði með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks. Augnablik hefur einnig bætt við marki gegn ÍH og er staðan þar 2:0.
15:13 Mörk í annari deild! KV komst yfir gegn Sindra á Hornafirði en Sindri jafnaði að bragði, staðan þar 2:2. Í viðureign Dalvíks/Reynis og ÍR er staðan 1:1 og Grótta var að bæta við þriðja markinu gegn Hetti, staðan þar 3:0.
15:11 MARK Á VÍKINGSVELLI! Þetta var bara tímaspurnsmál, áttunda markið komið í Víkinni. Kristinn Jóhannes Magnússon skoraði það og staðan því 8:0. Ef einhver skyldi hafa misst af því eru Völsungar einnig tveimur mönnum færri. Brekkan verður því varla brattari.
15:10 MARK Á ÍSAFIRÐI! BÍ/Bolungarvík hefur tvöfaldað forskot sitt gegn Leikni. Staðan á toppnum er núna Fjölnir 40, Grindavík 39, Víkingur 39, BÍ/Bolungarvík 37, Haukar 36. Hreint með ólíkindum.
15:03 MÖRK Á SEYÐISFIRÐI! Huginn er 2:0 yfir gegn Magna frá Grenivík með mörkum Marko Nikolic og Birgis Jóhannssonar.
15:02 MARK Á AKUREYRI! Þróttur hefur jafnað metin gegn KA á Akureyri og er staðan þar 1:1. Það var Andri Björn Sigurðsson sem skoraði markið strax í upphafi síðari hálfleiks.
15:01 Síðari hálfleikur er hafinn í leikjum dagsins. Það er einum leik lokið en þar bar Einherji sigurorð af Berserkjum og eru deildarmeistarar fjórðu deildar.
14:46 Þá er kominn hálfleikur í leikjum dagsins.
14:46 RAUÐ SPJÖLD Á VÍKINGSVELLI! Það er allt að sjóða upp úr í Víkinni. Bræðurnir Hrannar Björn og Guðmundur Óli Steingrímssynir í liði Völsungs fengu báðir rautt spjald með mínútu millibili. Samkvæmt fotbolta.net fékk Hrannar rautt fyrir brot og Guðmundur Óli tvö gul spjöld í kjölfarið fyrir kjaft. Völsungar eru því sjö mörkum undir og tveimur mönnum færri!
14:45 LEIK LOKIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI! Einherji frá Vopnafirði eru deildarmeistarar 4. deildar eftir 0:2 sigur á Berserkjum.
14:44 MARK Á ÓLAFSFIRÐI! Grindvíkingar skora þriðja markið gegn KF og var þar að verki Magnús Björgvinsson. KF virðist því vera aftur á leiðinni niður í aðra deild.
14:43 MARK Í ÁRBÆNUM! Daði Kristjánsson fyrirliði KFG var að koma sínum mönnum yfir gegn Elliða í úrslitum þriðju deildar, en þriðja sæti deildarinnar er í húfi.
Í Þorlákshöfn var Njarðvík að komast yfir gegn Ægi með marki Þórðar Friðjónssonar og staðan þar 1:2.
14:41 MARK Á FÁSKRÚÐSFIRÐI! Leiknir minnkar muninn í 1:2 gegn Fjarðabyggð með marki Almars Daða Jónssonar.
Í annari deildinni er Grótta komið í 2:0 gegn Hetti og Njarðvík hefur jafnað metin gegn Ægi, 1:1.
14:40 MARK OG RAUTT Á ÓLAFSFIRÐI! KF eru manni færri eftir að Eiríkur Ingi Magnússon fékk að líta rauða spjaldið. Grindvíkingar voru ekki lengi að nýta sér það og skoraði Juraj Grizelj annað mark þeirra, staðan 0:2.
14:39 MARK Á VÍKINGSVELLI! Aron Elís Þrándarson skorar sjöunda mark Víkinga gegn Völsungi!
14:38 MARK Á ÍSAFIRÐI! BÍ/Bolungarvík er komið yfir gegn Leikni á Ísafirði með marki Alexanders Veigars Þórarinssonar. Ísfirðingar láta ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni.
14:37 Mörk í annari deildinni! Það rignir inn mörkum í annari deildinni þessa stundina. KV er búið að jafna gegn Sindra á Hornafirði og er staðan þar 1:1. Grótta er komið 1:0 yfir gegn Hetti með marki Hjörvar Hermannssonar og Ægir er 1:0 yfir gegn Njarðvík.
14:35 MARK Á VÍKINGSVELLI! Sjötta markið er komið á Víkingsvelli og þar var að verki Aron Elís Þrándarson. Fjölnismenn eru hins vegar enn efstir eins og staðan er núna.
14:34 MARK Á FJÖLNISVELLI! Enn breytist staðan á toppnum. Fjölnismenn eru komnir 1:0 yfir gegn Selfossi með marki Þóris Guðjónssonar. Þeir skjótast því á toppinn með 40 stig, stigi meira en Grindavík og Víkingur.
14:33 MARK Í KÓPAVOGI! HK hefur tekið forystu gegn Aftureldingu og endurheimt jafnframt efsta sætið. Það var Guðmundur Atli Steinþórsson sem skoraði og staðan þar 2:1.
14:32 Eins og staðan er núna eru Grindavík og Víkingur jöfn á toppnum með 39 stig. Þar á eftir kemur Fjölnir með 38 og Haukar með 37.
14:28 MARK Á SAUÐÁRKRÓKI! Einherji er komið í 2:0 gegn Berserkjum. Það var Gunnlaugur Bjarnar Baldursson sem skoraði seinna mark Einherja.
14:25 MARK OG RAUTT Á VERSALAVÖLLUM! Augnablik er komið 1:0 yfir gegn ÍH. ÍH eru auk þess manni færri eftir að Örn Rúnar Magnússon fékk að líta rauða spjaldið.
14:23 MARK Á HORNAFIRÐI! Sindri kemst yfir gegn KV á Hornafirði, en KV er í mikilli baráttu á toppi deildarinnar og mega ekki við tapi.
14:22 MARK Á ÓLAFSFIRÐI! Gríndvíkingar eru komnir yfir gegn KF. Spennan magnast enn á toppnum.
14:20 MARK Í KÓPAVOGI! Tryggvi Guðmundsson jafnar metin fyrir HK gegn Aftureldingu, staðan þar 1:1.
14:19 MARK Í SANDGERÐI! Heimamenn í Reyni eru komnir 1:0 yfir gegn Hamri með marki Gunnars Wigelund.
14:18 MARK Á VÍKINGSVELLI! Hjörtur Hjartarson skorar annað mark sitt og fimmta mark Víkings gegn Völsungi.
14:15 MARK Á FÁSKRÚÐSFIRÐI! Víkingur Pálmason kemur Fjarðabyggð í 2:0 gegn heimamönnum í Leikni.
14:13 MARK Á VÍKINGSVELLI! Hvað er að gerast í Víkinni? Robin Nijman skorar aftur og staðan orðin 4:0 eftir 13 mínútna leik.
14:11 MARK Á AKUREYRI! KA er komið yfir gegn Þrótti. Það var hinn efnilegi Ævar Ingi Jóhannesson sem skoraði markið á 11. mínútu.
14:10 MARK Á VÍKINGSVELLI! Robin Nijman kemur Víkingum í 3:0 á tíundu mínútu leiksins. Ótrúleg byrjun í Víkinni.
14:08 MARK Í KÓPAVOGI! Wentzel Kamban kemur Aftureldingu í 1:0 gegn HK í Kópavoginum í miklum toppslag.
14:07 MÖRK Á VÍKINGSVELLI! Víkingar byrja leikinn sannarlega vel gegn Völsungum. Hjörtur Hjartarson skoraði strax á 3. mínútu og Óttar Steinn Magnússon bætti öðru marki við á þeirri sjöttu. Víkingar 2:0 yfir og eru því komnir í toppsætið um stund.
14:02 MARK Á FÁSKRÚÐSFIRÐI! Fjarðabyggð er komið yfir gegn heimamönnum í Leikni í miklum austfjarðarslag. Það var Fannar Árnason sem skoraði markið strax á 2. mínútu.
14:00 Flautað hefur verið til leiks í leikjum dagsins.
13:45 Einn leikur hófst klukkan 13 en þar eigast við Berserkir og Einherji í úrslitaleik 4. deildar. Í hálfleik er staðan 0:1 fyrir Einherja en það var Sigurður Donys Sigurðsson sem skoraði markið á 20. mínútu
Upplýsingar um stöðu og markaskorara eru að hluta fengnar frá vefmiðlunum urslit.net og fotbolta.net.