Framarar nældu sér í dýrmæt þrjú stig

Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks sækir að marki Fram í leiknum …
Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks sækir að marki Fram í leiknum í dag. mbl.is/Ómar

Framarar fóru langt með að bjarga sér frá falli með því að leggja Breiðablik, 2:1, á Kópavogsvelli og á sama tíma eru vonir Blikanna um að vinna sér sæti í Evrópukeppninni svo gott úr sögunni.

Almarr Ormarsson kom Frömurum í 1:0 með marki undir lok fyrri hálfleik og varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson bætti við öðru marki fyrir Safamýrarliðið á 55. mínútu. Framararinn Halldór Arnarsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark tveimur mínútum síðar og þrátt fyrir harða sókn það sem eftir lifði leiksins tókst Blikunum ekki að jafna metin.

Framarar eru þar með komnir í 22 stig og eru í 7. sæti deildarinnar en Blikarnir eru áfram í fjórða sætinu með 33 stig.

Breiðablik 1:2 Fram opna loka
90. mín. Þremur mínútum er bætt við leiktímann. Blikarnir eru að falla á tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert