FH þakkar Berki

Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH. Ljósmynd/fh.is

Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH og Lúðvík Arnarson varaformaður hafa sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem þeir þakka Berki Edvardssyni formanni knattspyrnudeildar Vals fyrir að taka afsökunarbeiðni frá þeim gilda en þeir senda slíka til fjölmiðla í gær.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Í ljósi ummæla okkar í gær viljum við taka af allan vafa að þau orð sem við létum falla í garð Barkar Edvardssonar formanns knattspyrnudeildar Vals, eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og voru sögð í hita leiksins. Ummælin eru hér með dregin til baka.

Hegðun okkar í gær var ekki til fyrirmyndar og sæmir ekki forsvarsmönnum íþróttafélags.

Við viljum þakka Berki fyrir að taka afsökunarbeiðni okkar gilda og vonum að skuggi falli ekki á samstarf Vals og FH til framtíðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert