Flaggað í hálfa

Skagamenn ganga daufir af velli eftir fallið í gær.
Skagamenn ganga daufir af velli eftir fallið í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Flaggað er í hálfa stöng á Akranesi eftir niðurlægjandi 5:0 tap fyrir nýliðum Víkings frá Ólafsvík sem kostaði Skagamenn endanlega sæti sitt í efstu deild þegar leikið var í Pepsi-deild karla í gær. Á móti eru menn viðbúnir í Ólafsvík að flagga því með sigrinum tókst þeirra mönnum að náðu góðu taki á voninni um að halda sér í deildinni.

Skagamenn byrjuðu vel en fundu ekki leiðina að markinu svo það var eins og rennblaut tuska í andlit þeirra þegar Ólafsvíkingar skora tvö mörk í fyrstu tveimur sóknum sínum – bæði mörkin reyndar glæsileg eftir góðan og agaðan undirbúning. Þegar síðan Arnar Már Guðjónsson fékk sitt annað gula spjald á 34. mínútu og fyrir vikið það rauða kárnaði enn gamanið. Þriðja markið rétt fyrir hálfleik gerði síðan stöðu Skagamanna frekar vonlitla.

Fjallað er ítarlega um báða leikina í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í fótbolta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert