Elfar Árni snéri aftur gegn Stjörnunni

Elfar Árni Aðalsteinsson
Elfar Árni Aðalsteinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Elfar Árni Aðalsteinsson snéri aftur á fótboltavöllinn í dag eftir alvarlegt höfuðhögg í leik á móti KR í Pepsi-deildinni fyrir liðlega mánuði. 

Elfar kom inn á sem varamaður hjá Breiðabliki í upphafi síðari hálfleiks en tókst ekki að koma í veg fyrir 3:2 tap gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð deildarinnar. 

„Að sjálfsögðu er mjög ánægjulegt að vera kominn aftur á stjá og vera farinn að spila fótbolta. Ég hef æft í tvær vikur og fannst ég vera tilbúinn í alvöruna núna. Það var ánægjulegt að fá mínútur í dag þó að úrslitin hefðu ekki verið eins og ég vonaðist eftir. Mér hefur liðið mjög vel og ég var mjög fljótur að jafna mig, þannig séð. Ég hef æft vel upp á síðkastið og hef ekki fundið fyrir miklum einkennum,“ sagði Elfar í samtali við Mbl.is að leiknum loknum í Garðabænum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert