Blikar lögðu Keflvíkinga

Blikar fögnuðu sigri í lokaleiknum.
Blikar fögnuðu sigri í lokaleiknum. mbl.is/Ómar

Breiðablik sigraði Kefla­vík, 3:2, í loka­leik sín­um á Íslands­mót­inu knatt­spyrnu þegar liðin mætt­ust á Kópa­vogs­vell­in­um í dag.

Ell­ert Hreins­son kom Blik­um yfir á 11. mín­útu en Kefla­vík svaraði með mörk­um frá Elíasi Má Ómars­syni og Boj­an Stefáni Lju­bicic áður en Árni Vil­hjálms­son jafnaði fyr­ir Blika á 37. mín­útu. Staðan var því 2:2 í hálfleik.

Blikar gerðu tvö­falda skipt­ingu í hálfleik, og inná komu Tóm­as Óli Garðars­son og Viggó Kristjáns­son. Seinni hálfleik­ur ein­kennd­ist af mik­illi bar­áttu en Blikar voru sterk­ari og sig­ur­mark þeirra kom á 85. mín­útu þegar Guðjón Pét­ur Lýðsson skoraði úr víta­spyrnu.

Breiðablik endaði því tíma­bilið í 4. sæti sem hljóta að vera von­brigði þar sem þeir gáfu út fyr­ir tíma­bilið að þeir ætluðu sér að vera í titil­bar­áttu og tryggja sér sæti í Evr­ópu­keppni á næsta ári. Kefl­vík­ing­ar enduðu í 9. sæti og má svo sem segja að lokastaðan sé á pari við spá spek­inga fyr­ir tíma­bilið.

Breiðablik 3:2 Kefla­vík opna loka
skorar Ellert Hreinsson (11. mín.)
skorar Árni Vilhjálmsson (37. mín.)
skorar Guðjón Pétur Lýðsson (85. mín.)
Mörk
skorar Elías Már Ómarsson (17. mín.)
skorar Bojan Stefán Ljubicic (24. mín.)
fær gult spjald Viggó Kristjánsson (71. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Daníel Gylfason (30. mín.)
fær gult spjald Magnús Þórir Matthíasson (36. mín.)
fær gult spjald Halldór K. Halldórsson (41. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) á skot framhjá
90 Ásgrímur Rúnarsson (Keflavík) kemur inn á
90 Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) kemur inn á
90 Fannar Orri Sævarsson (Keflavík) kemur inn á
90 Elías Már Ómarsson (Keflavík) fer af velli
90 Daníel Gylfason (Keflavík) fer af velli
90 Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) fer af velli
85 MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) skorar
Setti boltann örugglega í hægra hornið og sendi Ómar í öfuga átt.
85 Breiðablik fær víti
82
Áhorfendur í Kópavoginum eru 543 í dag.
81 Breiðablik fær hornspyrnu
79 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot sem er varið
78 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Glæsileg skot rétt rétt yfir eftir góða sendingu frá Árna Vilhjálmssyni.
75 Frans Elvarsson (Keflavík) á skot framhjá
73 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot sem er varið
Glæsileg stunfusending frá Elfari Árna og Ómar vel vel.
72 Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) kemur inn á
72 Ellert Hreinsson (Breiðablik) fer af velli
72 Viggó Kristjánsson (Breiðablik) á skot framhjá
71 Viggó Kristjánsson (Breiðablik) fær gult spjald
Braut á leikmanni Keflavíkur út við hliðarlínu.
70 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot í þverslá
Skot beint úr aukaspyrnu.
67 Elías Már Ómarsson (Keflavík) á skot sem er varið
Gott skot sem Tómas Óli leikmaður Blika varði á línu.
67 Keflavík fær hornspyrnu
65 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Glæsilegt samspila Blika sem endar með þrumuskoti Ellert í varnamann Keflavíkur og framhjá.
63 Keflavík fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna Keflavíkur í leiknum.
61 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot hátt yfir beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
59 Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
58 Breiðablik fær hornspyrnu
57 Elías Már Ómarsson (Keflavík) á skot sem er varið
56 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Máttlaust skot eftir góða sendingu frá Tómasi Óla.
52 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Rakkti boltann up allan völl og komst inn í teig og átti laust skot frá markteig sem Ómar varði vel.
48 Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) á skot framhjá
46 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
46 Breiðablik fær hornspyrnu
45 Leikur hafinn
45 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) kemur inn á
45 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) fer af velli
45 Viggó Kristjánsson (Breiðablik) kemur inn á
45 Gísli Páll Helgason (Breiðablik) fer af velli
45 Hálfleikur
44 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Var að komast einn í gegn en Ómar hirti af honum boltann rétt áður en skot reið af.
43 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot framhjá
41 Halldór K. Halldórsson (Keflavík) fær gult spjald
Gult spjald fyrir ljótt brot fyrir á Finni Orra fyrir utan teig.
40 Frans Elvarsson (Keflavík) á skot framhjá
38 Breiðablik fær hornspyrnu
37 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
Guðjón Pétur Lýðsson lék á tvo varnarmenn og renndi boltanum svo mjög óeigingjarnt út til hægri á Árna sem renndi boltanum í markið.
36 Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) fær gult spjald
Magnús braut á Árna Vilhjálmssyni út við hliðarlínu.
33
Kristján Guðmundsson og varamannabekkur Keflavíkur fær tiltal eftir að þeir kvarta mikið undan hugsanlegu broti Elfars Freys á Herði Sveinssyni. Virtist vera að sem Elfar hafi tosað í Hörð þegar hann var að sleppa í gegn, en dómarinn dæmdi ekki.
32 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot framhjá
31
Blikar búnir að fá 5 hornspyrnur sem hafa allar verið arfaslakar og skki skilað neinu.
30 Breiðablik fær hornspyrnu
30 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
30 Daníel Gylfason (Keflavík) fær gult spjald
Gult spjald fyrir peysutog.
28 Breiðablik fær hornspyrnu
27 Breiðablik fær hornspyrnu
24 MARK! Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) skorar
24 Keflavík fær víti
Andri Rafn Yeoman virtist hafa brotið á Magnúsi Þóri Matthíassyni inn í teig. Ofanúr blaðamannastúku virtist þetta bara hafa verið góð hreinsun í horn hjá Andra, en dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín var á öðru máli.
21 Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) á skot sem er varið
Hörður Sveinsson fór illa með varmenn Blika og lagði boltann á Bojan sem átti ágætis skot.
19 Elías Már Ómarsson (Keflavík) á skot framhjá
17 MARK! Elías Már Ómarsson (Keflavík) skorar
Bojan Ljubicic átti skot utan úr teig sem Gunnleifur varði og fylgdi Elías Már vel á eftir og skaut boltanum í Troost og inn.
14
Breiðablik eru sterkari aðilar leiksins í upphafi og láta boltann ganga vel á milli sín.
11 MARK! Ellert Hreinsson (Breiðablik) skorar
Skorar með skalla eftir sendingu frá Troost. Sendingin kom frá vinstri kanti og stýrði Ellert boltanum glæsilega í fjær hornið yfir Ómar í marki Keflavíkur.
9 Breiðablik fær hornspyrnu
8 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot framhjá
6 Breiðablik fær hornspyrnu
Önnur hornspyrna Blika í leiknum og hvorug þeirra hefur náð inn í teig.
4 Breiðablik fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
1
Keflvíkingar hefja leik og sækja í norður á meðan Blikar sækja í átt að Fífunni.
0
Finnur Orri Margeirsson (22 ára) fyrirliði Breiðabliks er að spila sinn 200. mótsleik með Breiðablik. Þess má til gamans geta að fyrsti leikur Breiðabliks á Íslandsmótinu í sumar á móti Þór var 100. leikur Finns í efstu deild. Finnur er búinn fastamaður í byrjunarliði Breiðabliks síðann hann var 17 ára.
0
Keflvíkingar gera 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð.
0
Elfar Árni Aðalsteinsson byrjar sinn fyrsta leik eftir höfuðhöggið á Kópavogsvelli á móti KR í ágúst. Guðjón Pétur Lýðsson snýr tilbaka eftir leikbann og Renee Troost tekur stöðu Sverris Inga Ingasonar sem er í leikbanni.
0
30 mínútur í leikur hefjist og leikmenn komnir út á völl að hita upp. Starfsmenn hengja upp fána og undirbúa stúkuna. Of Monster and Men hljóma í hátalarakerfinu.
0
Keflvíkingar sakna þriggja lykilmanna í dag því þeir Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Jóhann Birnir Guðmundsson og Einar Orri Einarsson eru allir í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda. Hjá Breiðabliki er miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason í banni af sömu ástæðum.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik tekur á móti Keflavík. Breiðablik er í 4. sæti deildarinnar með 36 stig, og kemst hvorki ofar né neðar. Keflavík er með 24 stig í 7. sætinu og myndi halda því með sigri, en tapi Keflvíkingar leiknum gætu þeir endað hvar sem er frá 7. til 10. sætis.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Gísli Páll Helgason (Viggó Kristjánsson 45), Elfar Freyr Helgason (Tómas Óli Garðarsson 45), Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Guðjón Pétur Lýðsson. Sókn: Ellert Hreinsson (Olgeir Sigurgeirsson 72), Elfar Árni Aðalsteinsson, Árni Vilhjálmsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (M), Þórður Steinar Hreiðarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Tómas Óli Garðarsson.

Keflavík: (4-3-3) Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Ray Anthony Jónsson, Halldór K. Halldórsson, Grétar Atli Grétarsson, Magnús Þórir Matthíasson. Miðja: Andri Fannar Freysson, Elías Már Ómarsson (Fannar Orri Sævarsson 90), Frans Elvarsson. Sókn: Daníel Gylfason (Elías Már Ómarsson 90, Fannar Orri Sævarsson 90), Hörður Sveinsson, Bojan Stefán Ljubicic (Daníel Gylfason 90, Elías Már Ómarsson 90).
Varamenn: Bergsteinn Magnússon (M), Aron Elís Árnason (M), Fannar Orri Sævarsson, Ari Steinn Guðmundsson, Jón Tómas Rúnarsson, Anton Freyr Hauksson, Ísak Örn Þórðarson.

Skot: Breiðablik 19 (13) - Keflavík 10 (5)
Horn: Breiðablik 10 - Keflavík 2.

Lýsandi: Friðjón Hermannsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
28. sept. 2013 14:00

Aðstæður:
Stillt og gott veður í Kópavoginum.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert