Bergsveinn Ólafsson úr liði 1. deildarmeistara Fjölnis er í leikmannahópi U21-landsliðs Íslands sem Eyjólfur Sverrisson valdi fyrir stórleikinn við Frakkland í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli mánudaginn 14. október.
Bergsveinn er nýliði í hópnum en þeir Frederik August Albrecht Schram eru einu leikmennirnir í hópnum sem ekki hafa spilað fyrir U21-landsliðið. Liðið er án þeirra Orra Sigurðar Ómarssonar og Hjartar Hermannssonar sem eru með U19-landsliðinu í Belgíu í undankeppni EM.
Ísland hefur unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum til þessa og Frakkland báða sína.
Hópurinn:
Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson (KR)
Frederik August Albrecht Schram (OB)
Aðrir leikmenn:
Hörður Björgvin Magnússon (Spezia)
Jón Daði Böðvarsson (Viking Stavanger)
Guðmundur Þórarinsson (Sarpsborg)
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Emil Atlason (KR)
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Kristján Gauti Emilsson (FH)
Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
Emil Pálsson (FH)
Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)