„Við setjum pressu á okkur sjálfa með því að ætla okkur að vinna leikinn við Kýpur. Við erum óhræddur við að viðurkenna það," segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu um væntanlegan leik við Kýpur í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudaginn.
Íslenska landsliðið kom saman fyrir hádegið til fyrstu formlegu æfingarinnar fyrir leikina tvo sem framundan eru í undankeppni heimsmeistaramótsins, gegn Kýpur heima og við Norðmenn ytra á þriðjudaginn. Æft var innandyra í Fífunni í Kópavogi þar sem Laugardalsvöllur var þakkinn snjó.
„Það er klárt mál. Við erum með eigin örlög í höndum okkar. Þannig viljum við hafa það," segir Alfreð og bætir við að takist landsliðinu ekki að halda stöðu sinni í riðlinum eftir tvo síðustu leikina þá verðum það vonbrigði.
Íslenska landsliðið er í öðru sæti undanriðilsins.
Nánar er rætt við Alfreð á meðdylgjandi myndskeiði.