Bjarni Guðjónsson, sem verið hefur fyrirliði KR undanfarin ár, hefur sent frá sér yfirlýsingu til stuðningsmanna liðsins þar sem hann segist hafa ákveðið að taka sér hvíld frá knattspyrnuiðkun og snúa sér að þjálfun en hann verður kynntur sem nýr þjálfari Fram innan skamms.
Yfirlýsing Bjarna Guðjónssonar:
Það var mér sannur heiður að fá að lyfta Íslandsmeistaratitli í annað sinn sem fyrirliði KR í Frostaskjólinu þann 28. september síðastliðinn. Þeirri stund mun ég aldrei gleyma, því þann 28. september lék ég minn síðasta leik fyrir KR.