Eiður í byrjunarliðinu gegn Kýpur

Eiður byrjar í kvöld.
Eiður byrjar í kvöld. mbl.is/Golli

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, veðjar á sama lið og lagði Albaníu í síðasta leik liðsins á Laugardalsvellinum í október en hann gerir engar breytingar frá þeim leik.

Eiður Smári Guðjohnsen heldur því sínu sæti í byrjunarliðinu en einn af heitustu framherjum Evrópu um þessar mundir, Alfreð Finnbogason, byrjar á bekknum.

Gylfi Þór Sigurðsson er áfram við hlið Arons Einars Gunnarssonar á miðri miðjunni eins og lukkaðist svo vel gegn Albaníu og þeir Jóhann Berg og Birkir Bjarnason á vængjunum. Þá er vörnin einnig óbreytt.

Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Eiður Smári Guðjohnsen, Kolbeinn Sigþórsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert