Gerir breytingar út frá stöðunni í Sviss

Hannes Þór Halldórsson að verja á æfingu í dag. Fyrir …
Hannes Þór Halldórsson að verja á æfingu í dag. Fyrir aftan hann bíður Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eva Björk

Lars Lag­er­bäck sat fyr­ir svör­um frétta­manna í fund­ar­sal á Ul­levål-leik­vang­in­um í Ósló í dag. Hann greindi meðal ann­ars frá því að starfslið Íslands myndi fylgj­ast náið með gangi mála í leik Sviss og Slóven­íu meðan á leik Nor­egs og Íslands stend­ur í lokaum­ferð undan­keppni HM.

Ísland og Slóven­ía bít­ast um 2. sæti riðils­ins sem gæfi sæti í um­spili um að kom­ast á HM. Slóven­ar eru stigi á eft­ir Íslandi en með betri marka­tölu.

Bún­ir und­ir að breyta skipu­lag­inu

„Við nálg­umst leik­inn með því hug­ar­fari að vinna, en við verðum í beinu sam­bandi við Sviss. Við búum okk­ur og leik­menn­ina und­ir það að breyta leik­skipu­lag­inu út frá stöðunni þar. Ef Slóven­ía væri að vinna og staðan jöfn hjá okk­ur þá þyrft­um við til dæm­is að reyna að ná marki,“ sagði Lag­er­bäck.

„Við spil­um alltaf eins og við telj­um best. Ég held að það sé ekk­ert vit í því að gera mikl­ar breyt­ing­ar á leik­skipu­lag­inu. Maður tek­ur með í reikn­ing­inn við hverju maður býst af and­stæðingn­um og við erum bún­ir að kort­leggja norska liðið vel held ég,“ bætti hann við.

Hann hugs­ar um fót­bolta með svipuðum hætti og ég

Per-Mat­hi­as Hög­mo stýrði norska liðinu í fyrsta sinn gegn Slóven­íu á föstu­dag­inn og varð að sætta sig við 3:0 tap í frum­raun­inni. Hann tók við liðinu af Egil „Drillo“ Ol­sen, vill blása til sókn­ar og halda bolt­an­um mun bet­ur en norska liðið hafði gert.

„Ég þekki Per-Mat­hi­as og hann er að reyna að gera það sama og hjá Djurgår­d­en. Þegar kem­ur að fót­bolta þá hafa menn mis­mun­andi hug­mynda­fræði. Hann hugs­ar um fót­bolta með mjög svipuðum hætti og ég, en það er erfitt að breyta öllu á nokkr­um æf­ing­um. Þannig virk­ar þetta ekki í fót­bolta. Nor­eg­ur er ekki á þeim stað sem liðið gæti verið á núna,“ sagði Lag­er­bäck sem var meðal þeirra sem sann­færðu Hög­mo um að taka við Djurgår­d­en.

„Við höf­um ekki verið í neinu sam­bandi síðan hann fékk starfið en þá sendi ég hon­um skila­boð og sagðist óska hon­um góðs geng­is eft­ir leik­inn við okk­ur,“ sagði Lag­er­bäck.

Ferðalög­in og pen­ing­ur­inn

Fjöldi er­lendra frétta­manna var á fund­in­um, meðal ann­ars frá Svíþjóð og Englandi. Sænsk­ur blaðamaður vildi vita mun­inn á því að þjálfa sænska landsliðið og það ís­lenska.

„Ferðalög­in,“ sagði Lag­er­bäck. „Og pen­ing­ur­inn!“ bætti Heim­ir Hall­gríms­son aðstoðarþjálf­ari við létt­ur. Lag­er­bäck gat þó tekið und­ir það.

„Við höf­um ekki úr sömu fjár­mun­um að spila. Til dæm­is þegar við fór­um til Kýp­ur þá urðum við að milli­lenda í London og eyða sex klukku­stund­um þar. Það er auðvitað ekki æski­legt. Starfsliðið er ekki jafn fjöl­mennt og þess vegna stend­ur Heim­ir sig frá­bær­lega. Við erum til dæm­is ekki með mann í að út­búa mynd­bönd í grein­ingu á leikj­um svo Heim­ir hef­ur bara séð um það,“ sagði Lag­er­bäck. En hvað með mun­inn á leik­mönn­un­um?

Hug­ar­farið grein­ir þá ís­lensku frá öðrum

„Þetta er ör­lítið öðru­vísi en samt svipað. Flest­ir leik­mann­anna sem ég stýrði hjá Svíþjóð og Níg­er­íu sýndu ætíð mikla fag­mennsku í öllu sem þeir gerðu. En hug­ar­farið hjá ís­lensku leik­mönn­un­um, það hvernig þeir vinna sam­an, og með okk­ur í þjálf­araliðinu... sam­starfið er virki­lega gott og betra en ég hef upp­lifað áður. Þeir eru með mjög gott hug­ar­far, rétt eins og þeir eru góðir leik­menn,“ sagði Lag­er­bäck.

Al­veg til í að vinna Svía

Sví­ar hafa þegar tryggt sér sæti í um­spili og sú staða gæti komið upp að Lag­er­bäck stýri Íslend­ing­um gegn lönd­um sín­um.

„Sem Svíi þá vil ég auðvitað ekki koma í veg fyr­ir að Svíþjóð kom­ist á HM, sér­stak­lega þegar við erum ekki einu sinni komn­ir í um­spilið og ekki búið að draga, en frá  knatt­spyrnu­legu sjón­ar­miði þá væri ég al­veg til í að vinna þá. Ég held mun meira með Íslandi en Svíþjóð í dag. Það yrði ekk­ert voðal­ega gam­an að slá út Svía, en að vissu leyti yrði það það samt,“ sagði Lag­er­bäck.

Hann var þá spurður hvernig hon­um fynd­ist að koma til Nor­egs og eiga mögu­leika á að kom­ast í um­spilið, öf­ugt við Nor­eg.

Sé ekki að annað liðið sé lík­legra

„Það er al­veg stór­kost­leg til­finn­ing,“ sagði Sví­inn létt­ur. „Við höf­um staðið okk­ur bet­ur en Nor­eg­ur. Núna erum við líka ekki bara með alla okk­ar menn heila held­ur erum við að verða betri og betri. Leik­menn­irn­ir eru all­ir farn­ir að spila með liðum sín­um og eft­ir sum­arið erum við bún­ir að spila virki­lega góðan fót­bolta,“ sagði Lag­er­bäck, og sam­sinnti því að „maður gegn manni“ væri ís­lenska liðið betra en það norska.

„Já, sér­stak­lega þegar maður horf­ir til úr­slit­anna. Ég myndi segja að leik­ur­inn í Reykja­vík á milli liðanna [sem Ísland vann 2:0] hafi verið jafn en síðan erum við bún­ir að spila bet­ur eins og staðan sýn­ir. Norska liðið vill ef­laust sýna að það sé betra en það sýndi í Slóven­íu og ég býst við erfiðum leik. Ég sé ekki að annað liðið sé lík­legra til sig­urs,“ sagði Lag­er­bäck.

Frá æfingu íslenska liðsins á Ullevål í dag.
Frá æf­ingu ís­lenska liðsins á Ul­levål í dag. mbl.is/​Eva Björk
Emil Hallfreðsson með boltann á æfingunni í dag.
Emil Hall­freðsson með bolt­ann á æf­ing­unni í dag. mbl.is/​Eva Björk
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert