Fer Rúnar til Lilleström?

Rúnar Kristinsson þjálfari KR-inga.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR-inga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúnar Kristinsson þjálfari Íslandsmeistara KR er sagður koma sterklega til greina sem næsti þjálfari norska liðsins Lilleström.

Fram kemur í norska blaðinu Romerikes Blad í dag að Magnus Haglund muni láta af störfum eftir tímabilið og einn þeirra þjálfara sem komi til greina sem hans eftirmaður sé Rúnar Kristinsson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rúnar er orðaður við Lilleström en fyrir tveimur árum var hann orðaður við þjálfarastarfið.

Rúnar hefur náð frábærum árangri með KR-liðið en undir hans stjórn hefur liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistarar.

Rúnar lék með Lilleström við góðan orðstír frá 1997 til 2000 en með liðinu í dag leikur Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert