Rúrik: Betra að halda kjafti

Rúrik í leiknum gegn Galatasaray í gær.
Rúrik í leiknum gegn Galatasaray í gær. AFP

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins FC Köbenhavn var mjög ósáttur með að hafa verið tekinn útaf eftir fyrri hálfleikinn í 3:1 tapi FC Köbenhavn gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Staðan eftir fyrri hálfleikinn var 3:0 og Ståle Solbakken ákvað að kippa Rúrik af velli sem hann langt í frá sáttur með.

„Ég er mjög svekktur. Það eru margir hlutir sem ég vil segja en ég held að það sé betra að halda kjafti,“ sagði Rúrik við fréttamenn eftir leikinn. Spurður hvort ekki hafi verið sanngjarnt að skipta honum útaf sagði Rúrik; „Það fannst mér ekki. Mér fannst ég spila vel og er í góðu formi en eins og ég segi þá er best fyrir mig að halda kjafti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert