Kaupin á Ara Frey á topp tíu

Ari Freyr Skúlason í leik með landsliðinu.
Ari Freyr Skúlason í leik með landsliðinu. mbl.is/Golli

Kaupin danska úrvalsdeildarliðsins OB á landsliðsmanninum Ara Frey Skúlasyni frá sænska liðinu Sundsvall þykja vera þau fjórðu bestu í dönsku úrvalsdeildinni að mati danska blaðsins Berglinske Tidende sem birtir í dag 10 bestu kaupin á tímabilinu.

Ari Freyr, sem er 26 ára gamall, var fenginn til OB sem vinstri bakvörður en Ari hefur spilað flesti leiki liðsins sem varnarsinnaður miðjumaður og hefur leyst þá stöðu ákaflega vel af hendi og hefur nokkrum sinnum verið valinn í lið umferðarinnar af dönskum sparkspekingum.

Ari Freyr hefur átt fast sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í stöðu vinstri bakvarðar frá því Svíinn Lars Lagerbäck tók við þjálfun landsliðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert