KSÍ: Tímasetningin hefði ekki skipt máli

Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum til að sjá strákana okkar …
Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum til að sjá strákana okkar mæta Króötum. mbl.is/Eva Björk

„Það voru fyrst og fremst kerf­is­leg­ar ástæður fyr­ir þessu,“ sagði Þórir Há­kon­ar­son fram­kvæmda­stjóri KSÍ um ástæður þess að miðar á leik Íslands við Króa­tíu í HM-um­spil­inu skuli hafa farið í sölu á midi.is um fjög­ur­leytið í nótt.

KSÍ hafði aðeins gefið út að miðarn­ir færu í sölu í dag en vildi ekki leggja fram ná­kvæma tíma­setn­ingu. Megn óánægja er með þá ákvörðun að setja miðana í sölu um miðja nótt en Þórir seg­ir það hafa verið nauðsyn­legt. Óánægj­an hefði alltaf verið mik­il þar sem eft­ir­spurn­in hafi verið mun meiri en fram­boðið.

„Það vissu all­ir að það yrði mikið meiri eft­ir­spurn held­ur en fram­boð á miðum. Ef við hefðum aug­lýst ein­hvern til­tek­inn tíma þá hefði kerfið aldrei þolað það. Þess vegna var tek­in sú ákvörðun að opna þetta í nótt til að þetta færi jafnt og þétt af stað, en ég gerði mér ekki grein fyr­ir að þetta myndi selj­ast svona strax upp. Tíma­setn­ing­in á miðasöl­unni hefði ekki skipt neinu máli. Eft­ir­spurn­ing hefði verið al­veg jafn­mik­il á há­degi. Það hefði verið al­veg jafn­mik­il óánægja,“ sagði Þórir.

Eng­inn vissi hvenær miðarn­ir færu í sölu

Hann þver­tek­ur fyr­ir að fram­kvæmd miðasöl­unn­ar hafi á ein­hvern hátt verið ósann­gjörn og að ekki hafi all­ir setið við sama borð.

„Það var eng­inn sem vissi neitt um hvenær miðarn­ir færu í sölu. Við gáf­um bara út að það væri snemma,“ sagði Þórir og bætti við að þeir sem hringt hafi og spurt hvenær miðarn­ir færu í sölu hafi sagst ætla að vakta miðasölu­vef­inn. Það hafi greini­lega gengið eft­ir.

Miðaverð var óbreytt frá því sem verið hef­ur í undan­keppni HM karla á Laug­ar­dals­velli en það hef­ur verið gagn­rýnt enda þykir það ýta und­ir hættu á svarta­markaðssölu á miðum. Þórir seg­ist þó ekki halda að mikið magn miða hafi verið keypt af ein­hverj­um ein­um aðila.

„Ég á eft­ir að fara yfir það. Ég fylgd­ist með þessu í nótt og það virt­ist ekki vera. Það er alltaf hætt­an þegar svona er [að miðar fari í sölu á svört­um markaði]. Við reyn­um að fylgj­ast með því og fyrsta atriðið er þá að skoða hvort ein­hver einn sé að kaupa mikið af miðum,“ sagði Þórir.

Lottó um miða fyr­ir næsta stór­leik?

Upp­selt var á leik­inn um klukk­an hálf­átta í dag en um sjöleytið voru enn um 3.000 miðar eft­ir.

„Eins og ég segi þá héld­um við í sam­ráði við mida.is að kerfið myndi ekki þola það að tíma­setn­ing­in væri gef­in út fyr­ir fram. Þá hefðu allt of marg­ir verið inni á kerf­inu í einu. Ætl­un­in var að selja þetta eins jafnt og þétt og hægt væri,“ sagði Þórir, og benti á leið sem KSÍ þyrfti hugs­an­lega að fara í framtíðinni til að gæta fyllstu sann­girni.

„Ef það geng­ur vel áfram þá þurf­um við að taka upp þá umræðu hvort halda eigi hrein­lega lottó um miða. Þá geta menn pantað ákveðinn fjölda miða, svo er það bara sett í pott og dregið. Eft­ir­spurn­in er greini­lega mun meiri en fram­boðið og svona gæt­um við vitað hver hún ná­kvæm­lega er,“ sagði Þórir.

Laug­ar­dalsvöll­ur tek­ur tæp­lega 10.000 manns í sæti. Um 1.000 miðar eru seld­ir til gestaliðsins, Króata, en það átti ekki við í síðasta heima­leik þar sem Kýp­verj­ar gáfu frá sér miðana. Þórir seg­ir að um 1.500 miðar séu frá­tekn­ir fyr­ir sam­starfsaðila KSÍ. Aðrir miðar fóru hins veg­ar í al­menna sölu.

Strákarnir leika fyrir framan pakkfullan Laugardalsvöllinn þriðja leikinn í röð.
Strák­arn­ir leika fyr­ir fram­an pakk­full­an Laug­ar­dalsvöll­inn þriðja leik­inn í röð. mbl.is/​Eva Björk
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert