Ísland – Króatía 1:1

Jóhann Berg Guðmundsson (t.h.) skoraði glæsilegt mark fyrir AZ Alkmaar …
Jóhann Berg Guðmundsson (t.h.) skoraði glæsilegt mark fyrir AZ Alkmaar gegn Den Haag. mbl.is/afp

Eftir ellefu daga rennur upp stóra stundin þegar Ísland og Króatía mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Beðið er eftir leikjunum með mikilli eftirvæntingu í báðum löndum og því er ekki úr vegi að skoða aðeins hvað leikmennirnir, sem mætast á Laugardalsvellinum 15. nóvember, höfðu fyrir stafni um helgina. Það gefur kannski fyrirheit um hvernig þeir mæta til leiks.

Ef við lítum á mörkin sem landsliðsmenn Íslands og Króatíu skoruðu fyrir sín lið um helgina, þá endaði viðureign þjóðanna 1:1.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir AZ Alkmaar með langskoti, þegar liðið skaust á toppinn í hollensku úrvalsdeildinni með því að sigra Den Haag, 2:0.

Sjá nánar umfjöllun um væntanlega landsliðsmenn Íslands og Króatíu í íþróttablaði Morgunblaðsins ídag.

Mandzukic skoraði með mjöðminni fyrir Bayern München gegn Hoffenheim.
Mandzukic skoraði með mjöðminni fyrir Bayern München gegn Hoffenheim. mbl.is/afp
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka