Snjókoma og slydda 15. nóvember

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson verða að búa sig undir …
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson verða að búa sig undir að aðstæður verði slæmar á Laugardalsvelli þegar íslenska landsliðið mætir Króötum föstudaginn 15. nóvember. Kristinn Ingvarsson

Fyrsta veðurspá norsku veðurstofunnar, yr.no fyrir veður í Reykjavík föstudaginn 15. nóvember, þegar Íslendingar mæta Króötum á Laugardalsvelli, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um sæti á HM í knattspyrnu, bendir til að veður til knattspyrnuleiks utandyra verði ekki ákjósanlegar.

Gert er ráð fyrir snjókomu aðfaranótt föstudagsins, slyddu þegar kemur fram á daginn og hita í kringum frostmark. Um kvöldið á að stytta upp.

Þess utan er gert ráð fyrir í spám yr.no að rigning og slydda verði af og til í Reykjavík frá og með næst komandi laugardag. Daginn fyrir leikinn er reiknað með nokkru frosti án ofankomu.

Hér að neðan má sjá fyrstu spá yr.no veður í Reykjavík föstudaginn 15. nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert