Fertugasti landsleikur fyrirliðans

Fyrliðinn ungi er orðinn mjög leikreyndur.
Fyrliðinn ungi er orðinn mjög leikreyndur. mbl.is/Ómar

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu spilar sinn 40. landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Króatíu á Laugardalsvellinum. Þó Aron sé aðeins 24 ára gamall er hann orðinn næstleikhæsti leikmaðurinn í landsliðshópnum. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen á fleiri leiki að baki, 76.

Aron fer í kvöld framúr Birki Má Sævarssyni, sem á 39 landsleiki að baki en tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Emil Hallfreðsson er næstur þeirra sem nú skipa hópinn með 38 landsleiki.

Aron var ekki nema 18 ára gamall þegar hann lék fyrst með landsliðinu, vináttulandsleik gegn Hvít-Rússum á Möltu í febrúar 2008. Hann spilaði níu landsleiki þetta fyrsta ár sitt og hefur leikið jafnt og þétt með liðinu síðan.

Væri tólfti hjá Króötum

Óhætt er að segja að þegar horft er til reynslu leikmanna sé stór munur á íslenska liðinu og því króatíska. Aron er næstleikjahæstur hjá Íslandi með 39 leiki en hann væri aðeins í tólfta sæti hjá Króötum, sem því geta stillt upp heilu byrjunarliði sem er með fleiri landsleiki en hann.

Allt um stórleik kvöldsins gegn Króatíu má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert