Lykilmennirnir gætu misst af Króatíuför

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson eru báðir einu gulu spjaldi …
Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson eru báðir einu gulu spjaldi frá leikbanni. mbl.is/Eva Björk

Helstu lykilmenn íslenska landsliðsins eru á hættusvæði vegna gulra spjalda fyrir leikinn við Króatíu í HM-umspilinu í kvöld. Fái þeir gult spjald í leiknum missa þeir af seinni leiknum í Króatíu á þriðjudaginn.

Gulu spjöldin sem leikmenn fengu í 10 leikja riðlakeppninni gilda inn í umspilið en þurrkast út fyrir lokakeppnina í Brasilíu hjá því liði sem kemst þangað.

Þeir Íslendingar sem mega ekki við því að fá gult spjald í kvöld, ætli þeir að spila á þriðjudaginn, eru Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Kári Árnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölvi Geir Ottesen og Emil Hallfreðsson. Kolbeinn og Gylfi eru markahæstir Íslands í undankeppninni með 4 mörk hvor.

Birkir Már Sævarsson tekur út leikbann í kvöld en má spila seinni leikinn. Hið sama gildir um Ognjen Vukojevic, miðjumann Króata og þann leikmann liðsins sem oftast braut af sér í riðlakeppninni.

Króatar eru með ellefu leikmenn á hættusvæði fyrir kvöldið, þar af eru helstu lykilmenn þeirra, leikmenn eins og Mario Mandzukic og Luka Modric. Aðrir eru þeir Eduardo, Nikica Jelavic, Niko Kranjcar, Vedran Corluka, Ivan Rakitic, Sime Vrsaljko, Gordon Schildenfeld, Mateo Kovacic og Josip Simunic.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert