Mikilvægast að nýr bakvörður verjist vel

Birkir Már Sævarsson fékk gult spjald gegn Noregi, sitt annað …
Birkir Már Sævarsson fékk gult spjald gegn Noregi, sitt annað í undankeppni HM, og tekur því út leikbann í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Það kem­ur í ljós síðar í dag, lík­lega tveim­ur tím­um fyr­ir leik, hvaða leikmaður leys­ir Birki Má Sæv­ars­son af sem hægri bakvörður gegn Króa­tíu. Birk­ir lék alla leiki Íslands í und­anriðlin­um fyr­ir HM en miss­ir af fyrri um­spils­leikn­um vegna leik­banns.

Menn hafa velt vöng­um yfir því alla vik­una hver muni leika sem hægri bakvörður og svo virðist sem Hall­grím­ur Jónas­son og Ólaf­ur Ingi Skúla­son séu lík­leg­ast­ir til þess. Lars Lag­er­bäck vildi ekki gefa það upp á frétta­manna­fundi í gær hver yrði fyr­ir val­inu en svaraði svona, aðspurður eft­ir hverju hann færi við valið:

„Við vilj­um nota mann sem get­ur aðlag­ast stöðunni hratt enda höf­um við notað Birki Má í öll­um leikj­um undan­keppn­inn­ar. Það er mik­il­vægt að hann skilji til hvers við ætl­umst af bakverði í okk­ar liði. Hann þarf að geta sótt fram á við en mik­il­væg­ast er að hann verj­ist vel og skilji hvernig við verj­umst,“ sagði Lag­er­bäck.

Mbl.is spurði Heimi Hall­gríms­son aðstoðarþjálf­ara einnig út í málið, og hvort það væri ekki óheppi­leg staða að hafa eng­an hrein­ræktaðan hægri bakvörð til taks í landsliðshópn­um, utan Birk­is Más.

„Þetta er svo­lítið sér­stakt. Bakv­arðastöðurn­ar eru tvær af 11 á vell­in­um en við eig­um eig­in­lega enga leik­menn sem spila er­lend­is í þess­um stöðum. Meira að segja í Pepsi-deild­inni hér heima eru marg­ir er­lend­ir leik­menn að spila bakv­arðastöðurn­ar. Við breyt­um þessu ekki í dag en þurf­um virki­lega að skoða þessi mál,“ sagði Heim­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert