Eiður og Birkir byrja í Zagreb

Eins og búast mátti við gerir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, tvær breytingar á liðinu sem mætir Króatíu í seinni leik liðanna í HM-umspilinu í kvöld.

Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi hjá Stöð 2 Sport, kynnti liðið fyrir stuðningsmönnum á töflufundi í Zagreb nú rétt í þessu.

Birkir Már Sævarsson kemur aftur inn í liðið eftir að taka út leikbann í fyrri leiknum en hann tekur stöðu Ólafs Inga Skúlasonar í hægri bakverðinum.

Þá kemur Eiður Smári Guðjohnsen inn í byrjunarliðið fyrir Kolbein Sigþórsson sem meiddist í fyrri leiknum og er ekki með í kvöld.

Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason; Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert