Fíflalæti á Maksimir geta verið varasöm

Króatar eiga það til að kveikja á blysum og vera …
Króatar eiga það til að kveikja á blysum og vera með læti í stúkunni. EPA

„Þarna verða af­skap­lega óvin­veitt­ir áhorf­end­ur þannig það er um að gera hvetja fólk til að fara var­lega,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, faðir knatt­spyrnu­manns­ins Hann­es­ar Þ. Sig­urðsson­ar, og eft­ir­litsmaður KSÍ til 16 ára um hvers ís­lensku strák­arn­ir og ekki síst ís­lensk­ir áhorf­end­ur mega vænta á Maksim­ir-vell­in­um í Za­greb í kvöld.

Ekki var búið að selja nema 13.000 miða á völl­inn í gær en hann tek­ur rétt ríf­lega 38.000 manns í sæti. Króat­ar eru þó vongóðir um að miðasala taki kipp í dag.

Sig­urður hef­ur sjálf­ur upp­lifað stemn­ing­una á Maksim­ir-vell­in­um þegar hann var eft­ir­litsmaður á leik Dinamo Za­greb og Hearts frá Skotlandi. „Þar voru menn með blys og annað sem er auðvitað bannað en menn hafa ýms­ar leiðir til að koma því inn. Þarna er al­veg af­skap­lega ströng ör­ygg­is­gæsla. Allt öðru­vísi gæsla en við erum vön en al­veg lífs­nauðsyn­leg,“ seg­ir Sig­urður.

Hann býst fast­lega við að áhorf­end­ur verði í mik­illi gæslu lög­regl­unn­ar en biðlar til Íslend­inga um að fara var­lega og ekki bjóða upp í neinn óþarfa dans.

„Helst verða menn að vera með augu í hnakk­an­um. Án þess að maður þori að segja of mikið þá verður fólk bara fara var­lega og helst vera í hóp­um. Það verður að passa að vera ekki að ógna króa­tísku stuðnings­mönn­un­um eða vera með ögr­andi bend­ing­ar. Það fá menn bara tvö­falt til baka. Bara alls eng­in fífla­læti,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert