Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, sagði eftir 2:0, tap fyrir Króötum í síðari umspilsleiknum um sæti á HM að því miður hafi íslenska landsliðið verið fjarri því sem það hefur oft sýnt í síðustu landsleikjum.
„Hverju sem er um að kenna, hvort það var eitthvað í undirbúningum eða eitthvað annað þá voru alltof margir leikmenn að leika undir getu," sagði Heimir.
Heimir sagðist ennfremur vona að Knattspyrnusamband Íslands endurráði Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara.
Nánar má hlýða á viðtal við Heimi á meðfylgjandi myndskeiði.