„Líklega minn síðasti leikur“

Eiður Smári hefur líklega spilað sinn síðasta landsleik.
Eiður Smári hefur líklega spilað sinn síðasta landsleik. mbl.is/Eva Björk

„Ég er ansi hræddur um að þetta hafi verið minn síðasti leikur,“ sagði grátandi Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður fótboltalandsliðsins frá upphafi, í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Króatíu í kvöld.

Eftir að hafa rætt leikinn við Hauk Harðarson, fréttamann RÚV, spurði hann Eið Smára hver framtíðin á hans landsliðsferli væri en Eiður er orðinn 35 ára gamall.

Eiður gerði örstutt hlé á viðtalinu þegar tárin fóru að brjótast fram en sagði svo að líklega væri þetta hans síðasti landsleikur.

Eiður og Haukur féllust í faðma og yfirgaf þessi íslenska knattspyrnugoðsögn viðtalið í tárum.

„Þessi drengur verður elskaður af íslensku þjóðinni fyrir það sem hann hefur gert,“ sagði Rúrik Gíslason um Eið Smára strax á eftir.

Hér má sjá þetta tilfinningaþrungna viðtal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert