Ragnar lagði upp mark FC Köbenhavn

Ragnar í baráttu við Jose Martin Caceres í Tórínó í …
Ragnar í baráttu við Jose Martin Caceres í Tórínó í kvöld. AFP

Ragnar Sigurðsson lagði upp mark FC Köbenhavn í tapleiknum gegn Ítalíumeisturum Juventus í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Ragnar og Rúrik Gíslason léku báðir allan tímann fyrir Kaupmannahafnarliðið í leiknum.

Olof Mellberg jafnaði fyrir FC Köbenhavn í byrjun seinni hálfleiks eftir sendingu frá Ragnari en Sílemaðurinn Arturu Vidal sá um að tryggja Juventus sigurinn en hann skoraði öll mörk sinna manna og komu tvö af vítapunktinum.

Ósigurinn þýðir að FC Köbenhavn á ekki lengur möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Köbenhavn er með 4 stig eins og Galatasaray, Juventus er með 6 og Real Madrid 13. Í lokaumferðinni tekur FC Köbenhavn á móti Real Madrid og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast í Evrópudeildina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert