Sverrir Ingi samdi til þriggja ára við Viking

Sverrir Ingi Ingason við undirskriftina í dag.
Sverrir Ingi Ingason við undirskriftina í dag. Ljósmynd/Twitter

Sverrir Ingi Ingason fyrirliði U21 árs landsliðsins í knattspyrnu skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Viking.

Sverrir gekkst undir læknisskoðun í gær en á undan höfðu Breiðablik og Viking náð samkomulagi um kaupverðið.

Sverrir Ingi er fimmti Íslendingurinn í herbúðum félagsins en hinir fjórir eru fyrirliðinn Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert