Arnar Darri í mark Ólafsvíkinga

Arnar Darri Pétursson.
Arnar Darri Pétursson. Ómar Óskarsson

Arnar Darri Pétursson mun verja mark 1. deildarliðs Víkings frá Ólafsvík næsta sumar, en hann kemur til liðsins á lánssamningi frá Stjörnunni. Ólafsvíkingar staðfestu þetta á heimasíðu sinni í dag.

Arnar er uppalinn Stjörnumaður og kom aftur til félagsins árið 2012 frá SonderjyskE í Danmörku en hefur verið í varahlutverki í Garðabænum þar sem hann spilaði 3 leiki í úrvalsdeildinni síðasta sumar. Hann á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.

Arnar mun fylla skarð Einars Hjörleifssonar sem hefur varið mark Víkinga, en hann lagði hanskana á hilluna eftir tímabilið í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert