Svíþjóð vann sanngjarnan sigur, 2:0, á Íslandi í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór í Abu Dhabi í dag. Bæði lið notuðu leikmenn sem leika á Norðurlöndum þar sem ekki var um alþjóðlegan leikdag að ræða og voru Svíarnir mun betri.
Robin Quaison, framherji AIK í Stokkhólmi, skoraði fyrra markið á 33. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörnina og komið boltanum framhjá Hannesi í marki. Það síðara skoraði Guillermo Molins, leikmaður Malmö, með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Matthías Vilhjálmsson komst hvað næst því að skora fyrir Ísland en David Mitov Nilsson, markvörður Svía, varði frá honum skot af stuttu færi sem Björn Daníel Sverrisson lagði upp. Björn kom inn á í hálfleik.
Guðmundur Þórarinsson átti líflega innkomu í seinni hálfleik en hann átti tvö góð langskot. Annað varði Nilsson í markinu en hitt sleikti stöngina.
Íslenska liðið átti nokkra stutta kafla í leiknum þar sem spilamennskan var ágæt en í heildina voru Svíarnir mun betri og voru ekki margir hjá Íslandi sem nýttu tækifærið í Abu Dhabi í kvöld.
Ísland | 0:2 | Svíþjóð | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Uppbótartími verður að minnsta kosti tvær mínútur. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |