Blikar unnu í vítakeppni í Portúgal

Guðjón Pétur Lýðsson skoraði mark Breiðabliks.
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði mark Breiðabliks. mbl.is/Ómar

Breiðablik hafði betur á móti austurríska B-deildarliðinu Mattersburg á æfingamóti í Albufeira í Portúgal í kvöld.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 þar sem Guðjón Pétur Lýðsson skoraði mark Blikanna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Austurríkismennirnir jöfnuðu metin snemma í seinni hálfleik.

Eftir venjulegan leiktíma réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni og þar höfðu Blikarnir betur, 4:3. Gunnleifur Gunnleifsson tryggði Breiðabliki sigurinn þegar hann varði fimmtu spyrnu Mattersburg. Breiðablik fékk 2 stig með sigrinum en Mattersburg 1.

Stefán Gíslason, Jordan Halsman, Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson skoruðu mörk Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni spyrna fyrirliðans Finns Orra Margeirssonar var varin.

FH-ingar verða í eldlínunni á sama stað á morgun en þá eiga þeir í höggi við sænska liðið Örebro sem leikur í sænsku A-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka