Ragnar Bragi samdi við Fylkismenn

Ragnar Bragi með Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis.
Ragnar Bragi með Ásmundi Arnarssyni þjálfara Fylkis. Ljósmynd/fylkismenn.is

Ragnar Bragi Sveinsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Fylki. Ragnar kemur frá Kaiserslautern í Þýskalandi en hann hefur leikið með unglingaliði félagsins undanfarin ár. Þetta kemur fram á fylkismenn.is.

Ragnar sem verður tvítugur í lok árs er uppalinn Fylkismaður. Hann er framherji, sem getur einnig spilað sem fremsti miðjumaður og leyst vængstöðurnar, segir á fylkismenn.is

Ragnar Bragi er yngsti leikmaður til að spila leik fyrir Fylki í efstu deild, en hann var aðeins 15 ára og 269 daga gamall þegar hann kom inná gegn Breiðabliki í september 2010.

Árið 2011 keypti þýska liðið Kaiserslautern Ragnar og hefur hann leikið með ungliðaliði félagsins undanfarin ár. Þá hefur hann leikið fimm leiki með U-19 ára landsliði Íslands og sjö leiki með U-17 ára landsliðinu og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka