Freyr gerir aftur 8 breytingar á byrjunarliðinu

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sínum á Algarve.
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sínum á Algarve. Ljósmynd/KSÍ

Ísland verður með mikið breytt byrjunarlið í leiknum gegn Kína í Algarve-bikarnum í knattspyrnu í dag en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna hefur gert átta breytingar frá sigurleiknum gegn Noregi á föstudaginn.

Hann gerði líka átta breytingar eftir tapið gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum og nú kemur Sandra Sigurðardóttir í markið í fyrsta sinn í langan tíma. Ólína G. Viðarsdóttir spilar fyrsta leikinn á mótinu eftir að hafa meiðst á fyrstu æfingunni á Algarve, og þær Elísa Viðarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Ásgerður S. Baldursdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir koma aftur inní byrjunarliðið sem er þannig skipað:

Markmaður: Sandra Sigurðardóttir.
Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir.
Miðja: Ásgerður S. Baldursdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir.
Kantur: Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir.
Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert