FH og Breiðablik fóru áfram

Ólafur Páll Snorrason spyrnir knettinum í leiknum gegn Stjörnunni í …
Ólafur Páll Snorrason spyrnir knettinum í leiknum gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH og Breiðablik tryggðu sér í kvöld sæti í undaúrslitum í Lengjubikarnum í fótbolta en fyrr í kvöld hafði Þór tryggt sér farseðilinn í þau.

FH hafði betur á móti Stjörnunni, 2:1, í Garðabænum. Veigar Páll Gunnarsson kom Stjörnunni yfir en Ingimundur Níels Óskarsson og Sam Hewson svöruðu fyrir FH-inga sem misstu Guðjón Árna Antoníusson útaf með rautt spjald skömmu fyrir leikslok.

Í Fífunni í Kópavogi sigraði Breiðablik lið Víkings úr Reykjavík, 1:0. Sigurmarkið skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Þór og Breiðablik eigast við í undanúrslitunum og í hinum leiknum mætir FH liði KR eða Fylkis en þau mætast á KR-vellinum klukkan 13 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka