Blikar mæta FH í úrslitum

Blikinn Árni Vilhjálmsson og Þórsarinn Orri Freyr Hjaltalín í Boganum …
Blikinn Árni Vilhjálmsson og Þórsarinn Orri Freyr Hjaltalín í Boganum í dag. Í fjarska: Hlynur Atli Magnússon. Árni gerði sigurmark Breiðabliks fyrir norðan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það verða Breiðablik og FH sem leika til úrslita í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu á fimmtudaginn. Blikar lögðu Þór í Boganum á Akureyri, 2:1, í undanúrslitum í dag.

Guðjón Pétur Lýðsson kom meisturum Breiðabliks yfir strax á 10. mínútu og Árni Vilhjálmsson bætti öðru marki við á 27. mínútu. Í byrjun síðari hálfleiks náðu heimamenn í Þór að minnka muninn, en Þórður Birgisson skoraði á 47. mínútu. Lengra komust heimamenn þó ekki.

Þetta verður fjórði úrslitaleikur Breiðabliks í keppninni á sex árum. Liðið vann bikarinn í fyrra en tapaði úrslitaleikjunum 2009 og 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert