Úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað um sólarhring, þar til klukkan 19 á föstudag. Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Ástæða þess að leiknum er frestað um sólarhring er sú að þjálfarar liðanna verða uppteknir af fjölskylduástæðum.