Þrenna Ingimundar og FH Lengjubikarmeistari

Ingimundur Níels Óskarsson fór á kostum með FH í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Breiðabliki, 4:1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu á Samsung vellinum í Garðabæ.

Ingimundur skoraði þrennu í leiknum. Hann kom FH yfir eftir 20 mínútna leik með glæsilegu skoti eftir sendingu Böðvars Böðvarssonar, og staðan var 1:0 í hálfleik. Hann bætti sínu öðru marki við eftir frábæra sókn á 64. mínútu en Blikar náðu að minnka muninn með marki varamannsins Gísla Eyjólfssonar. Blikar höfðu skapað sér sárafá færi fram að því en eygðu von eftir mark Gísla. Ingimundur gerði hins vegar út um leikinn skömmu síðar með sínu þriðja marki.

FH-ingar voru ekki hættir því Hólmar Örn Rúnarsson skoraði afar fallegt mark í byrjun uppbótartímans og innsiglaði 4:1-sigurinn.

Liðin mætast að nýju í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar mánudagskvöldið 5. maí.

Fylgst var með gangi mála í kvöld hér á mbl.is. Viðtöl koma inn síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Breiðablik 1:4 FH opna loka
90. mín. Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá Hættulaus skalli úr þröngu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert