KR spáð titlinum en nýliðunum spáð falli

Rúnar Kristinsson þjálfari KR og Heimir Guðjónsson þjálfari FH verða …
Rúnar Kristinsson þjálfari KR og Heimir Guðjónsson þjálfari FH verða með sín lið í efstu tveimur sætunum sem fyrr, samkvæmt spánni. mbl.is/Eggert

KR-ingar verða Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu annað árið í röð og nýliðar Víkings úr Reykjavík og Fjölnis falla úr Pepsi-deildinni, ef hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna tólf gengur eftir.

Spáin var birt á kynningarfundi deildarinnar sem nú stendur yfir í húsakynnum Ölgerðarinnar í Reykjavík. Lokaröð sex efstu liða verður nákvæmlega sú sama og í fyrra, nema hvað Breiðablik og Stjarnan skipta á sætum, ef spáin gengur eftir.

Aðeins munar 12 stigum á KR og FH og ljóst að flestir reikna með því að slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þeirra.

Lokaniðurstaðan í spánni og stig liðanna í henni eru sem hér segir:

1. KR 401
2. FH 389
3. Breiðablik 357
4. Stjarnan 321
5. Valur 283
6. ÍBV 230
7. Keflavík 172
8. Fylkir 169
9. Fram 155
10. Þór 146
11. Víkingur R. 105
12. Fjölnir 80

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka