Tryggvi Guðmundsson markahæsti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi er genginn í raðir 4. deildarliðsins KFS frá Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag.
Tryggvi sagði á dögunum skilið við HK sem hann lék með í 1. deildinni á síðustu leiktíð eftir að yfirgefið herbúðir Fylkismanna.
,,Eyjahjartað slær. ÍBV var ekki option og þá er það bara hitt liðið,“ sagði Tryggvi við Fótbolta.net í dag.
Fyrsti leikur Tryggva með KFS verður á laugardaginn þegar liðið mætir Gróttu í 1. umferð bikarkeppninnar og fer leikurinn fram í Eyjum.