Keflvíkingar fengu Blika í heimsókn í kvöld í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar og svo fór að Keflvíkingar sigruðu verðskuldað 2:0.
Leikurinn var frekar daufur framan af en á 62. mínútu datt boltinn fyrir Elías Má Ómarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það var svo á 82. mínútu að Elías skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigur heimamanna.
Blikarnir voru ekki sjón að sjá og hafa þeir oft spilað betur. Þeir virtust aldrei í þeim sporunum að fara að gera neitt í þessum leik og uppskáru eftir því.
Keflvíkingar hinsvegar spiluðu vel í kvöld og standa á toppi deildarinnar með 9 stig eftir þrjá sigra.
Viðtöl koma á mbl.is síðar í kvöld og umfjöllun í Morgunblaðinu í fyrramálið.
Hægt er að fylgjast með öllum leikjunum og fá fullt af fréttum sem tengjast þeim hér: PEPSI-DEILDIN Í BEINNI.