Blikar lögðu Íslandsmeistarana

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar, 1:0, í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu sem hófst í kvöld.

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði sigurmark Blikanna á 49. mínútu leiksins.

Úrslitin í leikjunum:

18.00 Þór/KA - Valur 1:1 - LEIKSKÝRSLA. (Leik lokið)
Helena Rós Þórólfsdóttir 86. - Dóra María Lárusdóttir 67.
 
18.00 Selfoss - ÍBV 1:2 - LEIKSKÝRSLA(Leik lokið)
Guðmunda Brynja Óladóttir 82. (víti) - Shaneka Gordon 72., Vesna Smiljkovic 79.
Rautt spjald: Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfossi) 78.

19.15 Breiðablik - Stjarnan 1:0 - LEIKSKÝRSLA
Aldís Kara Lúðvíksdóttir 49.

19.15 Afturelding - FH 1:3 - LEIKSKÝRSLA.
Steinunn Sigurjónsdóttir 8. - Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir 40., Heiða Dröfn Antonsdóttir 68., Ana Victoria Cate 72.

21.15 - Leikjunum er lokið.

20:47 - MARK!! Afturelding - FH, 1:3. Aftur skora FH-ingar gegn Aftureldingu og nú er staðan orðin 3:1 fyrir FH. Markið á 72. mínútu en það skoraði Ana Victoria Cate.

20.43 - MARK!! Afturelding - FH, 1:2. Fín endurkoma hjá FH sem hefur náð forystunni með marki á 68. mínútu. Heiða Dröfn Antonsdóttir skoraði fyrir FH.

20.25 - MARK!! Breiðablik - Stjarnan, 1:0. Blikar hafa náð forystunni gegn Stjörnunni. Aldís Kara Lúðvíksdóttir komst inn í misheppnaða sendingu hjá Stjörnunni til baka á markvörður og skoraði af öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Markið kemur á 49. mínútu.

20.21 - Síðari hálfleikur hafinn í Breiðablik-Stjarnan og í Afturelding-FH.

20.02 - Flautað hefur verið til hálfleiks bæði í leik Breiðabliks og Stjörnunnar þar sem leikar standa 0:0 og í leik Aftureldingar og FH, þar sem er jafnt, 1:1.

19.56 - MARK!! Afturelding - FH, 1:1. Gestirnir ná að jafna metin fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir skoraði markið á 40. mínútu.

19:49 - Leikjum lokið. Báðum leikjunum sem hófust klukkan 18.00 er lokið. Þór/KA og Valur skildu jöfn á Akureyri, 1:1 og ÍBV sigraði Selfoss, 2:1 á Selfossi.

19.43 - MARK!! Þór/KA - Valur, 1:1. Heimakonur jafna metin fjórum mínútum fyrir leikslok. Helena Rós Þórólfsdóttir skoraði á 86. mínútu fyrir Þór/KA.

19.39 - MARK!! Selfoss - ÍBV, 1:2. Selfyssingar eru komnir á blaði. Þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu á 82. mínútu og minnkuðu muninn í 2:1. Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði Selfyssinga skoraði markið.

19.37 - MARK!! Selfoss - ÍBV, 0:2. Eyjakonur fljótar að bæta við öðru marki manni fleiri. Vesna Smiljkovic með markið á 79. mínútu.

19.37 - RAUTT SPJALD! Fyrsta rauða spjaldið í sumar í kvennaboltanum farið á loft. Það var Kristrún Rut Antonsdóttir leikmaður Selfoss sem fékk rautt spjald í leiknum gegn ÍBV á 78. mínútu.

19.32 - MARK!! Selfoss - ÍBV, 0:1. Þá eru komin mörk í alla leikina nema hjá Breiðabliki og Stjörnunni. Shaneka Gordon kom ÍBV yfir á Selfossi á 72. mínútu. 

19.25 - MARK!! Þór/KA - Valur, 0:1. Komið mark á Akureyri þar sem Dóra María Lárusdóttir kom Val yfir gegn Þór/KA á 67. mínútu.

19.21 - MARK!! Afturelding - FH, 1:0. Heimakonur í Aftureldingu byrja vel þrátt fyrir að vera spáð falli og eru komnar yfir gegn FH, 1:0. Steinunn Sigurjónsdóttir skoraði markið á 8. mínútu skv. upplýsingum frá urslit.net.

19.21 - Bjargað á línu í Kópavogi. Vörn Breiðabliks úti á þekju og einn varnarmanna liðsins sendi boltann beint í lappir á Sigrúnu Ellu Einarsdóttur í liði Stjörnunnar sem skaut á markið af stuttu færi, en Blikar björguðu á línu.

19.15 - Þá eru allir leikir kvöldsins komnir af stað. Búið er að flauta til leiks í Fífunni og í Mosfellsbæ.

19.00 - Flautað hefur verið til síðari hálfleiks í leik Þórs/KA og Vals og í leik Selfoss og ÍBV.

18.50 - Það er kominn leikhlé í leikjunum tveimur og staðan er markalaus í báðum leikjunum. Vonandi verða leikmenn liðanna á skotskónum í seinni hálfleik sem og í leikjunum tveimur sem hefjast klukkan 19.15.

18.18 - Við bíðum enn eftir fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna árið 2014. Markalaust er í báðum leikjunum sem hófust klukkan 18.

18.00 - Búið er flauta til leiks í viðureign Þórs/KA og Vals á Þórsvellinum á Akureyri og sömuleiðis í Suðurlandsslag Selfoss og ÍBV á Selfossvelli.

17.30 - Stjarnan er Íslandsmeistari, vann mótið í fyrra með fullu húsi stiga, og var í gær spáð sigri í deildinni í ár. Valur var í 2. sæti í fyrra, ÍBV í þriðja, Þór/KA í fjórða, Breiðablik í fimmta, Selfoss í sjötta, FH í sjöunda og Afturelding í áttunda. HK/Víkingur og Þróttur R. féllu en Fylkir og ÍA koma í staðinn. Nýliðarnir  tveir mætast einmitt á Akranesi í lokaleik umferðarinnar annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert