Ólafur: Okkar hausverkur að nýta yfirburðina

00:00
00:00

Ólaf­ur Kristjáns­son, þjálf­ari Breiðabliks var ekki nægi­lega sátt­ur með leik sinna manna gegn Fram í fimmtu um­ferð Pepsí-deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld en loka­töl­ur urðu 1:1. Blikarn­ir voru hins veg­ar sterk­ari aðil­inn í leikn­um en náðu ekki að nýta yf­ir­burði sína í leikn­um og voru ansi nærri því að fara tóm­hent­ir heim.

„Við náðum að koma til baka og ná í eitt stig eft­ir að hafa lent und­ir. Fyr­ir­fram og miðað við hvernig leik­ur­inn spilaðist þá hefði ég að sjálf­sögðu viljað fá þrjú stig. Við sköpuðum ara­grúa færa og höfðum ákveðna yf­ir­burði sem við nýtt­um okk­ur ekki. Eins og ég hef alltaf sagt þá end­ur­spegla; úr­slit­in end­urpsegla alltaf frammistöðuna og frammistaðan var ekki meiri en til eins stigs í dag.“

Blikar áttu gríðarlega marg­ar fyr­ir­gjaf­ir og sam­tals urðu horn­spyrn­urn­ur þeirra fjór­tán en það kom lítið sem ekk­ert úr þeim.

„Það kom ekk­ert úr þeim sem tel­ur. Það tel­ur ekk­ert að fá fleiri horn­spyrn­ur en and­stæðing­ur­inn. Við þurf­um að ná að breyta horn­spyrn­un­um, fær­un­um og fyr­ir­gjöf­un­um í færi og mörk. Það tel­ur og það er nú það skemmti­lega við fót­bolt­ann. Það er okk­ar vanda­mál og haus­verk­ur að leysa núna hvernig við get­um nýtt yf­ir­burði til að ná for­yst­unni og vinna leiki,“ sagði Ólaf­ur meðal ann­ars en nán­ar er rætt við hann í mynd­skeiðinu hér að ofan.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert