Kunnugleg nöfn í hópnum

Viðar Örn Kjartansson (l.t.v.), sóknarmaður hjá Vålerenga í Noregi, er …
Viðar Örn Kjartansson (l.t.v.), sóknarmaður hjá Vålerenga í Noregi, er nýliði í landsliðshópnum. Ljósmynd/vif-fotball.no

Kunnugleg nöfn eru í landsliðshópnum í knattspyrnu sem þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa valið fyrir vináttuleikina á móti Austurríki og Eistlandi en leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins sem hefst í haust.

Uppistaðan í hópnum eru leikmennirnir sem stóðu sig svo vel í undankeppni HM en Ísland endaði í öðru sæti í sínum riðli og fór í umspilsleiki á móti Króötum um laust sæti á HM. Allir vita hvernig þeirri rimmu lauk. Króatar verða með í Brasilíu í næsta mánuði en strákarnir verða að sætta sig við að fylgjast með stórkeppninni heima í stofu.

Alfreð Finnbogason og Ólafur Ingi Skúlason geta ekki verið með vegna meiðsla en þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Björn Bergmann Sigurðarson gáfu ekki kost á sér.

Sjá umfjöllun um landsliðsvalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka